Ég hefði haldið að smettin á þeim sem bjóða sig fram til þingsetu séu öflugri áróðurstæki en barmmerki með listabókstöfum. Ef er bannað að reyna að hafa áhrif á það hvernig kjósendur greiða atkvæði, væri þá ekki rökrétt að banna aðgang þingmannsefna að kjörstöðum, nema þeir hylji andlit sín?
![]() |
Bjarni Ben kaus fyrstur |
———————————————————–
Sammála
Finnur Bárðarson, 25.4.2009 kl. 18:24
———————————————————–
Leitt hvað sögnin að banna er orðin mörgum töm. Hélt einhvern vegin að meira frelsi lifði í þér Eva.
Ragnhildur Kolka, 25.4.2009 kl. 20:20
———————————————————–
EF jafn sjálfsagður hlutur og að fá að klæðast og skreyta sig eins og manni þóknast er bannaður á þessari forsendu, ÞÁ ættu andlit frambjóðenda vitanlega að vera bönnuð líka. Bara spurning um smá rökvísi. Hvort á eitthvað að flokka barmmerki o.þ.h. er annað mál.
Eva Hauksdóttir, 25.4.2009 kl. 23:24
———————————————————–
eiga menn sem að eru á listum þá ekki að fá að kjósa?
en hvernig er þá með fólk sem að er ekki að bjóða sig fram, en augljóslega á móti einhverjum flokkum (eða öllum flokkum)
eða jafnvel fólk sem að eru annálaðir stuðningsmenn einhverja flokka
þetta eru jú menn sem að eiga atkvæðisrétt einsog við öll hin.
en aftur á móti skil ég vel hvað þú átt við, og jú, á sinn hátt þá ættu með réttu efstu menn á hverjum lista að vera bannaðir á eða við kjörstað á kjördegi
(jafnvel spurning hvort að það sé ekki hægt að koma því í lög að efstu ~6 í hverjum flokki verði að kjósa utankjörstaðar einhverjum dögum áðum)
Árni Sigurður Pétursson, 26.4.2009 kl. 06:28
———————————————————–
Mér þætti nú reyndar einfaldara að leysa þetta bara með því að ríkisvaldið hætti að skipta sér af því hvernig menn klæðast og skreyta sig.
Eva Hauksdóttir, 26.4.2009 kl. 10:07