Eymd

Ég ætla að loka búðinni yfir páskana. Hef svona verið að velta fyrir mér þeim möguleika að vera bara þar og vinna eins og vitleysingur. Nóg verkefni framundan. Gæti haft yfirdrifið nóg að gera 14 tíma á dag, jafnvel þótt búðin væri lokuð. Ég þarf bara svo sárlega á fríi að halda. Þyrfti helst tilbreytingu, skipta um umhverfi, brjóta upp rútínuna, hitta fólk, gera eitthvað.

Ég hlakka samt ekki baun til þess að vera í fríi. Vandinn er sá að ég nenni ekki að fara neitt, nenni ekki að gera neitt og nenni ekki að hitta neinn. Hef ekki einu sinni druslast í leikhús nema einu sinni það sem af er árinu, sótt eina tónleika og farið fimm sinnum í bíó. Sá ekkert á frönsku kvikmyndahátíðinni. Núna nenni ég ekki einu sinni í vinnuna og klukkan að ganga 10. Það væri mjög eðlilegt ef ég væri útkeyrð af þreytu eða væri að fara að gera eitthvað ógurlega spennandi í kvöld.

(Reyndar varð ég svo sjokkeruð yfir sjálfvalinn eymd minni í síðustu orðum skrifuðum að ég pantaði mér leikhússmiða í kvöld. Ætla hér með að rífa mig upp og koma mér að verki.)

 

One thought on “Eymd

  1. —————————————-

    Gott að sjá að þú ert búin að opna bloggið þitt aftur.
    Af hverju í fjandanum varstu að loka því?

    Posted by: Torfi Stefánsson | 4.04.2007 | 12:17:17

Lokað er á athugasemdir.