Það er alveg með ólíkindum hvað margir líta ofbeldisverk barna og unglinga gegn öðrum börnum mildari augum en ofbeldi meðal fullorðinna.
Síðast þegar ég vissi giltu sömu landslög á skólalóðinni og annarsstaðar í samfélaginu. Hér er ekki um að ræða brot á vinnureglum skólans heldur einfaldlega glæp og fyrst lögin banna fólki að svara fyrir sig eða aðstandendur sína (það er ekkert til í íslenskum lögum sem heitir sjálfsvörn) þá á vitanlega að kæra svona árásir til lögreglu. Skólayfirvöld ættu að sjálfsögðu að sýna vanþóknun sína á einhvern hátt en það er ekki þeirra að refsa fyrir svona verk, heldur dómsstóla.
Ef dómsstólar bregðast er aftur á móti siðferðilega rétt að almennir borgarar sjái um að framfylgja réttlætinu. Það er hinsvegar ólöglegt.
![]() |
Hópur unglinga réðist á einn |
——————————————-
Mér finnst vanta upplýsingar í þessa frétt. Hvort árásarmennirnir hafi verið nemendur við skólann og hvort þeim hafi verið vikið frá. Ef þeim hefur ekki verið vikið frá skóla er það merki um aumingjaskap og linkind skóla yfirvalda. Samnemendur eiga að þrýsta á skólayfirvöld að henda þessu hyski út með því að fara í verkfall. Þessa árásarmenn á að kæra fyrir líkamsárás og svo á að lemja þá í stöppu.
Jóhann (IP-tala skráð) 18.2.2009 kl. 08:20
——————————————-
Staðreyndin er sú að allt frá grunnskóla er börnunum „kennt“ að það er í lagi að berja skólafélagana. Það versta sem getur gerst í kjölfarið er tiltal og mögulega símtal til foreldra viðkomandi. Börn sem ítrekað berja fá sífellt mildari meðferð af hendi skólans vegna þess að þau eiga svo erfitt… Þannig er þeim ekki sett skýr mörk um hvað má og hvað ekki. Ég sæi í anda kennara (eða okkur hin) þola það að samstarfsmaður þeirra lemdi þá í tíma og ótíma! en hjá börnunum er það í lagi!
Emma (IP-tala skráð) 18.2.2009 kl. 08:23
——————————————-
Ég er nú ekki sammála þér um að eigi að lemja þá í stöppu Jóhann. Það væru eðlileg viðbrögð fólks sem enn er í geðshræringu en yfirveguð ákvörðun um ofbeldi, löngu eftir að brotið er framið er annað mál.
Emma, ég hef oft hugsað það sama og það þarf ekki barsmíðar til þess að gera skólavistina illbærilega. Vinkona mín bjó við það í mörg ár að strákur úr bekknum ýtti við henni í hvert sinn sem hann gekk fram hjá henni en það var ekki nógu mikið ofbeldi til að tekið væri á því. Mörg börn búa við það árum saman að fá ekki vinnufrið í skólanum fyrir óstýrilátum skólafélögum og kennarinn hefur ekki einu sinni vald til að losa sig við þau. Þetta er látið viðgangast á þeirri forsendu að börn þurfi að læra að taka tillit til sérþarfa og sérstöðu annarra. Innan skólakerfisins er réttur þess sem er félagslega vanhæfur alltaf sterkari en réttur allra hinna samanlagt.
Eva Hauksdóttir, 18.2.2009 kl. 08:50
——————————————-
Af hverju ætti að refsa gerendum í málinu? Þau eru búin að horfa upp á það að fólk geti lagt undir sig miðborgina – grýtt lögreglu og slasað – hindrað störf Alþingis – ráðist á ráðherra – kveikt bál á Lækjartorgi –
Dettur fólki í hug að þetta hafi ekki áhrif á unglinga á mótunarskeiði?
Þau sjá heiminn út frá sinni reynslu og – fyrst þau mega gera þetta – af hverju þá ekki ég?
Eðlilegt framhald þess sem hefur átt sér stað hjá fullorðna fólkinu. Og ekki er því refsað – það verður bara frægt í fjölmiðlum.
Ólafur I Hrólfsson
Ólafur I Hrólfsson (IP-tala skráð) 18.2.2009 kl. 08:54
——————————————-
Ég hef ekki heyrt nokkurn mann halda því fram að það sé í lagi að grýta lögreglu. Það er grundvallarmunur á því að gera uppreisn gegn valdastofnunum eða að ráðast á einstakling og ganga í skrokk á honum en það er ekki von að þú skiljir það Óli minn því þú virðist vera haldinn einhverskonar blettasiðblindu.
Reyndar hafa flest meiðsl á fólki í mótmælaaðgerðum á undangengnum vikum og mánuðum orðið af völdum lögreglu.
Eva Hauksdóttir, 18.2.2009 kl. 09:10
——————————————-
Ég er sammála norninni varðandi lögregluna en heldur finnst mér þú Eva hafa gefið fordæmi með að draga niðurbrotsmenn með þér til að frelsa son þinn úr ótímabæri frelsis sviptingu.
Þar byrjaði ofbeldið Eva mín…..
Ragnar Borgþórs, 18.2.2009 kl. 10:49
——————————————-
Ég dró ekki nokkurn mann með mér í þessa aðgerð og þegar ég kom á staðinn var þar þegar stór hópur fólks. Eina ofbeldið í þeirri aðgerð var af hálfu lögreglunnar.
Það er svo einfaldlega fíflalegt að rekja þessa árás á skólalóð FB til mótmælaaðgerða. Ofbeldi þreifst á Íslandi í meira en 1100 ár, áður en mótmælahreyfingar fóru að láta til sín taka.
Eva Hauksdóttir, 18.2.2009 kl. 11:25
——————————————-
Það er alveg rétt hjá þér Eva 1.135 ár ef sögubækur eru marktækar.´
Varðandi mótmæli þá þurfum við að fara að mótmæla við Alþingishúsið aftur núverandi ríkistjórn er ekkert að gera betri hluti enda helmingur af þeirri eldri enn sitjandi og bullandi út í bláinn.
Við þurfum þjóðstjórn eins og Davíð hinn einni og sanni sagði strax í upphafi.
Ragnar Borgþórs, 18.2.2009 kl. 12:36
——————————————-
Leiðrétting Ragnar: Ríkisstjórn fær lítinn frið til að vinna að uppbyggingu, fyrir töfum og truflunum frá ábyrgðarlausum Sjálfstæðisflokki.
Það væri sannarlega ástæða til þess að mótmæla því.
hilmar jónsson, 18.2.2009 kl. 13:09
——————————————-
Hilmar, er það ekki bara það að vinstri sinnar geta ekki tekið augun af S-mönnum ?
Væri ekki alveg eins hægt að segja að S-menn hafi ekki fengið frið til að vinna að uppbyggingu fyrir VG , flokki sem einkennist af vandamála bendingum en ekki vandamála lausnum ?
Ragnar Borgþórs, 18.2.2009 kl. 13:28
——————————————-
Sjálfstæðismenn fengu furst og fremst ekki frið fyrir“ fólkinu í landinu “ ( þú manst kannski mótmælin ). m.a. Vegna þeirra hörmunga sem þeir leiddu yfir landið.
hilmar jónsson, 18.2.2009 kl. 13:46
——————————————-
Í mótmælunum er þessi aðferð við að ráðast í hóp á einn einstakling ekki viðhöfð – það er mikill munur á því að berjast fyrir breyttu þjóðfélagi og að ráðast á samnemanda sinn.
Í fréttinni kemur fram að árásarmönnum hafi verið vísað frá skóla og fórnarlamb var frá skóla í 2 vikur, þetta eru því allt nemendur við skólann.
Þar sem atvikið á sér stað innann veggja skólans eru nemendu á ábyrgð skólans á meðan þau dvelja þar og það er því væntanlega á ábyrgð skólastjóra að kæra verknaðinn og hann ber fyrir sig stjórnsýslulög og trúnað við nemendur.
Trúnað við hvaða nemendur? Hann er að gefa nemendum grænt ljós á að berja samnemendur, þeir geta beitt ofbeldi innan veggja skólans undir verndarvæng skólayfirvalda – því þeir yrðu kærðir ef þeir ráðast á fólk utan veggja skólans. Það má velta því fyrir sér hvernig nemendur skólastjóri vill útskrifa. Það er göfugt að bjóða föngum upp á nám við skólans, en það að kenna nemendum að það sé í lagi að ráðast á samborgara (ala upp framtíðarfanga?) er að fara yfir strikið.
Skilaboðin sem þegnar þessa lands eru að fá um stjórnsýslulög eru að þau eru „viðmið“ eða „reglur“ og má brjóta og afbaka að vild – ef dómar falla má sá sem brýtur þau s.s. ráðherrar bara að velta fyrir sér hvað þeim finnst sjálfum. Ber skólastjórinn fyrir sig stjórnsýslulög, því þau eru þau lög sem eru sett til að afbaka og refsingin er engin?
Guðrún (IP-tala skráð) 18.2.2009 kl. 14:33
——————————————-
Þótt ég hafi tekið fullan þátt í aðgerðunum við Alþingishúsið er ég á því að við eigum ekkert að vera að því aftur í bráð.
Ég er reyndar sammála því að við þurfum að halda áfram að þrýsta á um að Davíð víki og það þarf greinilega að skýra kröfuna um stjórnlagaþing með einhverjum aðgerðum. Nú er samt að mínu mati nóg komið af látum í bili. Aðferðir missa marks þegar fólk fer að venjast þeim. Prófum frekar allsherjarverkfall og allsherjar greiðslustöðvun til banka og ríkis. Það myndi skila mjög skjótum árangri og löggan mun nú varla vaða inn á heimili með piparúðann.
Eva Hauksdóttir, 18.2.2009 kl. 14:56
——————————————-
Mín kæra Eva – ég nefndi þig hvergi í orðum mínum og hef aldrei haldið því fram að þú hafir grýtt lögreglu eða beitt neinu slíku ofbeldi.
Blettasiðblinda?
Þú ert dálítið iðin við að útdeila sjúkdómsgreiningu.
Hvað varðar ofbeldið gegn lögreglu og fleiri aðilum – milljóna tjóni á Alþingishúsinu o.fl. þá liggur það fyrir að enginn hefur verið lærður.
En þetta ofbeldi var framið eigi að síður – enn og aftur ég er ekki að núa þér því um nasir –
Unglingarnir sjá hinsvegar að það er hægt að komast upp með hitt og þetta án refsingar – ef fullorðna fólkið í Reykjavík sleppur – hversvegna þá ekki framhaldsskólanemar á Selfossi?
Kveðjur til þín.
Óli Hrólfs
Ólafur I Hrólfsson (IP-tala skráð) 18.2.2009 kl. 16:45
——————————————-
Ég sagði heldur ekki að þú hefðir haldið því fram að ég hefði grýtt einhvern heldur að það væri ekki viðurkennd hegðun, ekki heldur meðal mótmælenda.
Reyndar sýna rannsóknir að refsigleði dregur ekki úr fjölda afbrota en ef þú veist af einhverjum sérstökum tengslum milli mótmælanna og þessarar árásar þá ættirðu endilega að upplýsa um þau.
Eva Hauksdóttir, 18.2.2009 kl. 17:16
——————————————-
vildi bara benda á nokkra hluti
*drengurinn átti fyrsta höggið
*hversu oft á 10 sec geturu beðið mann fallega um að færa hendina af hnéinu á þér
*ef MBL hefði skoðað bakrunn drengsinns kæmi í ljós að drengurinn er þekktur fyrir æðisköst og ofbeldi alveg frá því að hann var ungur drengur
*hann byrjaði það er enginn spurning og það þarf ekkert að leita neitt lengra en þetta svar til þess að vita það ég sá og heyrði allt sem fór á milli drengjana
*drengurinn taldi upp fullt af fólki sem átti að hafa lamið hann
*helmingurinn af þessu fólki var veikt heima og mætti ekki í skólann þennann dag
*hann réðst á 16 ára dreng og hann er sjálfur að skríða í 22 ára
* hann er lögráða og þar með má skólastjórinn ekki tjá sig um þetta mál við foreldra drengisinns
bloggarar á íslandi ættu að passa sig hvað þeir setja útúr sér þeir vita ekkert hvað þeir eru að tala um og koma með getgátur um alskonar þvaður 😉
kynnið ykkur málið áður en þið tjáið ykkur
vitni (IP-tala skráð) 18.2.2009 kl. 19:49
——————————————-
Hver sem sló fyrsta höggið þá er þetta er mál sem á ekkert erindi við skólastjórann heldur lögreglu, ef hann vill þá á annað borð gera eitthvað í þessu. Ef lögreglan rannsakaði þetta út frá ákæru um árás kæmi hið sanna væntanlega í ljós. Hitt er svo annað mál að löggan má nú sjaldnast vera að því að sinna málum sem varða öryggi og velferð almennings, svo það er óvíst að það hefði neitt upp á sig en ‘pointið’ er einmitt þetta, það gilda ekkert önnur lög á skólalóðinni en annarsstaðar.
Með fullri virðingu fyrir siðferðilegum rétti fólks til sjálfsvarnar, hljómar það sem nokkuð vel útilátin sjálfsvörn ef maðurinn hefur verið frá skóla í tvær vikur. Hann hlýtur að hafa tekið verulega hressilegt kast ef hópi fólks tókst ekki að stöðva hann án þess að hann fengi heilahristing.
Eva Hauksdóttir, 18.2.2009 kl. 20:58
——————————————-
Fyrirgefiði enn það er verið að tala um unglinga.
þeir eins og allir vita og við hinir eldri reyndum á þessum aldri.
athuga hvað langt þeir komast .
einelti í hvaða mynd sem það byrtist er aldrei af hinu góða ..
og flestir sem taka þát hlítur að vanta eithvað
það sem vantar er agi á heimilum og skóla.
krakkar í dag virðast ekki læra að bera virðingu fyrir einu né neinu.
vita þaug hvað virðing er yfir höfuð.
bara spyr hef tekið eftir því kvernig unglingar eru góðir og eða svolitið ráðvilltir
og þetta eru börn enn ekki fullorðnir.
Ingibjörg Sv Guðjóns (IP-tala skráð) 18.2.2009 kl. 21:34
——————————————-
Fólk telst lögum samkvæmt fullorðið 18 ára.
Ég held að krakkar í dag séu ekki baun verri en krakkar voru í mínu ungdæmi eða Sókratesar. Æskan fær alltaf þann dóm að vera óalandi og óferjandi. Líkamsárásir tíðkast líka meðal fullorðinna og flestir unglingar ganga ekki í skrokk á félögum sínum. Ég sé enga ástæðu til að líta á líkamsárásir sem eðlilegan þátt í þroskaferlinu eins og sumir virðast gera (boys will be boys kjaftæðið). Svona mál eiga bara að fá sömu meðferð eins og ef um fullorðið fólk væri að ræða, þ.e.a.s. þar til kemur að dómi en þá er væntanlega tekið tillit til æsku gerandans.
Eva Hauksdóttir, 18.2.2009 kl. 22:43
——————————————-
Það er allsérstakt að stjórn viðkomandi skóla skuli ekki taka á þessu -STRAX !-
Svona atburðir hverfa ekki af sjálfu sér. Þar sem um svona unga gerendur og fórnarlömb er að ræða, er enn mikilvægara að viðkomandi skólastjórn taki á málinu um leið.
Hildur Helga Sigurðardóttir, 19.2.2009 kl. 01:43
——————————————-
Mér finnst þetta stórmerkileg umræða. Við rekum löggæslu, undir því yfirskini að það þurfi að halda uppi lögum í landinu, veita hinum almenna borgara vernd og taka hættulegt fólk úr umferð.
Þegar á reynir virðist fólk þó álíta að það að veita vernd og stöðva fólk sem beitir aðra ranglæti, sé alls ekki mál lögreglunnar heldur einhverra annarra.
Til hvers erum við eiginlega að reka þessa hápólitísku stofnun?
Eva Hauksdóttir, 19.2.2009 kl. 07:41
——————————————-
Uhhh til að passa upp á Davíð???
Hulla Dan, 19.2.2009 kl. 09:04
——————————————-
Eva- ég er svona á milli ykkar Sókratesar í aldri og það er rétt að unglingar eru yfirleitt afgreiddir svona
það sem ég er að segja – og held að sé ekki flóki ð er að þeir sem voru að beitaofbeldi voru ekki kærðir ( svo´ég viti ) sleppa með allan pakkann – ef lögreglan í Reykjavík hefur ekki heimild til þess að taka ofbeldismenn hér – eða gerir það ekki – af hverju ætti lögreglan á Selfossi þá að hafa heimild til þess að taka krakkana í skólanum? Ég hef andstyggð á ofbeldi – en það eru ein lög í landinu – tengsl ofbeldismanna í Reykjavík við mótmæli hefur þá ekki yfir lög – hvort sem þeir voru eða voru ekki tengdir þeim sem að mótmælunum stóðu – þeir eru og verða alltaf einstaklingar og verða að bera ábyrgð á sinn eigin hegðun. Þeir geta hvorki skrifað framkomu sína á skipuleggjendur mótmæla – lögreglu eða Drangeyjarjarlinn.
Ólafur I Hrólfsson
Ólafur I Hrólfsson (IP-tala skráð) 19.2.2009 kl. 17:37
——————————————-
Lögreglan í Reykjavík hefur heimild til þess að handtaka ofbeldismenn. Reyndar ekki bara ofbeldismenn, heldur strangt til tekið hvern sem er. Ég veit ekki hversvegna þeir sem náðust á myndband, við þá iðju að grýta lögguna hafa enn ekki verið kærðir en mér skilst að það sé 6 mánaða frestur til þess. Kannski er verið að rannsaka málið. Nema að þeir löggar sem urðu fyrir grjótinu hafi átt svo rækilega inni fyrir því að hættan á gagnákæru þyki of mikil til að vert sé að kæra. Nei, það getur nú ekki verið. Ég held að 3-4% kærumála á hendur lögreglu komist áfram.
Eva Hauksdóttir, 19.2.2009 kl. 22:45