Ég vil helst ekki trúa því en ætli maður verði ekki að horfast í augu við staðreyndir; margir, margir, mjög margir Íslendingar segja ég vill, í stað ég vil.
Ég vil vernda tunguna gegn svona klúðri. Þú vilt það líka. Lýðurinn vill það, þjóðin vill það og menntamálaráðuneytið vill það. Við viljum það öll og til þess að svo megi verða þurfum við að standa saman um það.