Ég hef ekki efni á því

Í fyrsta sinn sem ég heyrði fullorðinn mann segja ég á ekki efni á þessu fannst mér það stórfurðulegt. Nú hef ég heyrt þetta orðalag notað svo oft að það stingur mig ekki verulega lengur. Ég er hrædd um að þetta sé orðið mörgum eðlilegt.

Stundum á ég ekki fyrir því sem mig langar að kaupa. Það hendir líka að ég á svosem peninga en þar sem hluturinn er ekki á forgangslista og fjárráð mín takmörkuð met ég það svo að ég hafi ekki efni á honum. Ég tek æ oftar eftir því að fólk ruglar þessu tvennu saman og segist ekki eiga efni á því sem það langar að láta eftir sér. Látum þennan leiðinlega samslátt ekki festast í málinu.