Ef þú ættir að deyja innan tveggja ára og mættir velja þér dauðdaga? (FB leikur)

Ég vildi vera kyrkt. Ekki þó af Davíð Oddssyni, heldur af brjáluðum elskhuga sem telur sig vera að bjarga mér frá ástinni. Ekki við Rauðhóla eða meðal villirósa, og alls ekki í skónum, heldur nakin, liggjandi í rúmi með hvítu damaski, kertaljós og Bob Dylan Oh, sister.

Hönd við kverkar. Ná hámarki. Horfa beint inn í augu einhvers sem hún treysti fullkomlega og sjá allt. Allt. Upplifa sannleikann. Upplifa endanlega afhjúpun á öllu helvítis feikinu, allri afneituninni, hræsninni, lyginni og smjaðrinu -í síðasta sinn.

Það gæti nálgast frelsi.