Ef amma mín hefði verið Óttar

Amma mín sáluga sem var dóttir útgerðarmanns, flokksbundinn Sjálfstæðismaður og hlustaði aldrei á neitt ferskara en Álftagerðisbræður, var nær því að vera pönkari en Óttarr Proppé.

Fyrir utan það að vera yfirlýst Sjálfstæðiskona var hún fyrirmyndar húsmóðir og kona afa míns sáluga sem var kommúnisti og áskrifandi að Þjóðviljanum.

Hún lét engan segja sér fyrir verkum og afi hefði ekki einu sinni reynt það. Ef hún hefði verið í sporum Óttars hefði hún nýtt sér stöðuna til fulls, tekið Sjálfstæðisflokkinn til bæna og gerst aftursætisráðherra í fjámálaráðuneytinu.

(Hún hefði líka sent Óttarr í klippingu en það er kemur þessu máli ekki við.)