Cosmopolite Eurovision með kirsuberi og regnhlíf

cosmoAnna: Og fyrst þetta er nú Eurovisionpartý, þá legg ég til að við skálum fyrir Eurovision. Skál!
Hugi: Já og skál fyrir Jóni Ómari, megi hann vinna í kvöld.
Eva: Jón Ómar, er það einhver sem maður á að þekkja?
Harpa: Ég held að hann heiti Friðrik Ómar og stelpan heitir Regína.
Eva: Nú já, eru þau að keppa fyrir Ísland? Ég er sko ekkert búin að heyra lagið. Eða neitt þessara laga.
Anna: Veit annars nokkur hvenær keppnin byrjar?
Doddi: Hún er löngu byrjuð, á ég að skipta um rás?
Anna: Jájá en ekki stilla hátt, við ætlum nú ekki að láta tónlistina eyðileggja fyrir okkur matinn. Skál!