Þegar ég las Flugdrekahlauparann, fann ég mér til undurnar ekki til neinnar samúðar með aðalpersónunum. Mér fannst drengirnir báðir aumingjar, hvor á sinn hátt. Það olli mér nokkru hugarangri því bókin er vissulega góð og mér fannst eins og ég ætti að skilja þá eða allavega finna til með með þeim. Halda áfram að lesa
Greinasafn fyrir flokkinn: Sápuópera
Í mark
Einu sinni spurði ungur maður mig hvort konum þætti Í ALVÖRU gaman að fá blóm og konfekt. Honum fannst það eitthvað svo ófrumlegt og hallærislegt að það gæti varla verið að konur sem hefðu eitthvað á milli eyrnanna kynnu að meta það. Halda áfram að lesa
Vinsamlegast mætið
Ljóðalestur og tónlist á Dillon annað kvöld. Nokkur skúffuskáld auk Einars Más og Péturs Gunnarssonar. Ég mun lesa eitthvað smávegis úr unnum afrekum mínum og Björn Margeir ætlar að syngja nokkur lög við kvæði eftir mig.
Ég reikna auðvitað með fullu húsi og gífurlegum fagnaðarlátum.
Það sem alltaf virkar
Þegar ég flúði frá þjónustuveri Satans, yfir til OgVodafone, var ég hæstánægð. Stafsfólk OgVodafone svaraði símanum strax og veitti almennilega þjónustu. Síðan hefur margt breyst.
Þegar allt annað klikkar, virkar gamla, góða húsráðið; að verða bara brjálaður. Þegar ég var búin að standa í 5 klukkutíma veseni, bíða nokkrar 10 mínútunalotur í símanum, fá ýmsar missannfærandi skýringar sem allar reyndust rangar og borga fyrir nýjan ráter án viðunandi árangurs, sagði ég stráknum hjá þjónustuverinu að ef netið kæmist ekki í lag hið snarasta, myndi ég verða mér úti um mandólín og setjast upp hjá þeim og spila fyrir þá OgVodafone lagið allan daginn.
2 mínútum síðar var málinu reddað.
Álög
Enskumælandi fólk býr til peninga. Íslenskan nær hinsvegar ekki yfir þá hugmynd. Íslendingar þéna peninga, með þjónustu, afla fjár, með líkamsafli sínu, eða græða fé á sama hátt og skóga, með því að sá og uppskera. Hugmyndin um uppskeru án útsæðis, erfiðis og þjónkunar við aðra er einfaldlega ekki til í málinu. Þegar Íslendingurinn er kominn með þóknunina, aflann eða gróðann í hendurnar, tekur hann til við að eyða honum. Jafnvel að sóa honum. Íslendingar verja ekki fjármunum til daglegra þarfa eða nota þá, heldur eyða þeim.
Orð síast inn í undirvitundina, móta hugmyndir okkar um veruleikann og gera okkur að því sem við erum. Ég hef þénað, grætt og aflað, oftast minna en mig langar til að eyða. Sennilega er hrifning mín á orðsifjafræði stóra ástæðan fyrir því hve sjaldan mér hefur tekist að búa til peninga úr engu og verja þeim til að búa til ennþá fleiri peninga.
Allt er í heiminum táknrænt. Það þurfti reyndar nokkuð leiðinlegt óhapp til að ég áttaði mig á þessu en það var mjög heppilegt óhapp því nú er ég búin að finna út hvað ég þarf að gera til að verða ósiðlega rík (á íslenskan mælikvarða).
Ef ég neita að tala íslensku næst þegar við hittumst, þá er ég líklega að endurforsníða harða diskinn í hausnum á mér. Ég er ansi hrædd um að quick format virki ekki.
Trukkur
Mig svimar af offylli. Það er nú aldeilis gott á mig.
Við Miriam erum báðar grasekkjur en héldum upp á konudaginn með morgunverði á Gráa kettinum. Ég át HEILAN trukk. Ég meina upp til agna. Þetta er náttúrulega rugl. Ætti ekki að vera hægt. Nú þarf ég heldur ekki að borða aftur fyrr en um páska. Mér leið undursamlega í svona 40 mínútur á eftir en nú er ég á niðurtúr.
Ég er svo heppin að hafa óvenju sterkan maga. Mér hefur ekki orðið illt af ofáti síðan ég var átta ára og finnst með ólíkindum að nokkur geti lagt á sig að borða sér til magapínu en það kemur fyrir, kannski tvisvar á ári að ég fæ sykurskjálfta. Ég hef ekki látið neinn hvítan sykur ofan í mig í morgun og ég skelf ekki en ég er döpur án nokkurrar ástæðu og svo syfjuð að ég þori ekki að setjast undir stýri. Varla hafa kartöflurnar farið svona með mig svo þetta hlýtur að vera beikonsjokk.
Miriam finnst íslenski veturinn æðislegur. Mig langar til græna Englands þar sem páskaliljur vaxa villtar í febrúar.
Hver er pælingin?
Það angrar mig alltaf dálítið að sjá ekki röklegt samhengi í hlutunum. Þetta á líka við um það sem kemur mér ekkert við. T.d. það hvernig annað fólk hagar bókhaldi sínu. Halda áfram að lesa