Í gær fór ég allt í einu að hugsa um hvernig það væri að kyssa þig.
Sem er óvenjulegt, því yfirleitt lít ég á það sem rosalega alvarlegan hlut að kyssa. Miklu alvarlegri en að skiptast á líkamsvessum. Og hvað mig og þig varðar þá held ég að það yrði ekki, tja beinlínis alvarlegt, eða þannig séð… já, svo jafnvel þótt við …já…, sem væri alls ekki viðeigandi og stendur ekki til, þá myndum við nú varla ganga svo langt að kyssast. Held ég. Halda áfram að lesa
Greinasafn fyrir flokkinn: Sápuópera
Nýi kærastinn minn
Nei sko. Myndin af honum Grími, tryggasta aðdáanda mínum birtist á Nei. Ég á frægan kærasta. Kannski ekki sérlega gáfaðan en hann er allavega smekkmaður á höfuðfatnað.
(Síðar kom reyndar í ljós að sá grímuklæddi var ekki lögga)
Opið ræsi
Ég man mjg sjaldan drauma en síðustu nótt dreymdi mig einn táknrænan.
Ég var á Hverfisgötunni og rétt fyrir neðan Þjóðleikhúsið var búið að grafa alla götuna upp, miklu dýpra en svo að mögulegt væri að þetta væru aðeins vegaframkvæmdir. Lóa Aldísar var þar og kvikmyndatökumaður með henni og ég gekk til Lóu og spurði hvað væri að gerast. Hún sagði mér að stærsta klóakrottan hingað til væri fundin og einnig fullt af pöddum. Ég leit niður í uppgrafið ræsið og sá þar rottu, miklu stærri en nokkurn kött. Hún var ógeðfelld en ég varð hvorki hrædd né hissa, fannst kannski aðallega skrýtið að sjá bara eina rottu. Ég undraðist hinsvegar mikinn fjölda af pöddum sem líktust kakkalökkum
Plastkona
Maðurinn sem teiknar hugaróra á hafsbotni kom til mín í dag og færði mér að gjöf brúðu eina stóra. Kvað það koma til af því að hann hefði ákveðið að gerast plastpokamaður í kreppunni og brúðan, sem er tæpir 2 metrar á hæð en samt með grennri læri en ég, kæmist ekki fyrir í plastpokanum úti í horni á heimili unnustunnar. Hann spurði hvort væri ekki langt síðan einhver hefði gefið mér brúðu en áður en ég gat svarað því bankaði annar gestur upp á svo samræðurnar snerust að öðru. Halda áfram að lesa
Týr
Þingvallaskógur rétt fyrir dögun.
Völvan situr á gæruskinni og vaktar eldstæðið. Horfir milli trjánna á víkingana niðri á flötinni. Stingur mjórri grenigrein í eldinn. Handleikur rúnina sem hún fann í vasa sínum um morguninn. Týr. Getur ekki rifjað upp hvenær eða af hvaða tilefni hún stakk einmitt þessari rún í vasann en hún á vel við þessa dagana. Halda áfram að lesa
Lurða
Ég yrði leiðinlegur sjúklingur. Þarf ekki annað en smá slappleika til kalla fram í mér megna gremju. Mér finnst beinlínis ósanngjarnt að ég verði lasin. Var orðin hress undir kvöld og druslaðist á borgarafund. Halda áfram að lesa
Annir hjá tmd
Ég er farin að finna til með Grími. Manngarmurinn virðist bara alltaf vera í vinnunni. Allavega var einhver hjá tmd (sama ip-tala og sú sem Grímur notaði til að tjá sig á kerfinu mínu) farinn að skoða sápuóperuna mína upp úr kl 9 í gærmorgun og fór inn á hana reglulega allan daginn, alltl til 9:32 um kvöldið. Var svo kominn inn aftur kl 6:01 í morgun. Þessi mikla viðvera vekur spurningar um hvort Grímur sé með svefnpoka á starfsstöðinni. Sama ip tala kemur nefnilega stundum inn af og til alla nóttina líka en Grímur hefur líklega fengið frí frá næturvaktinni í nótt og hangið í tölvunni heima hjá sér í staðinn.
Nema skýringin sé sú að Grímur og kolllegar hans séu á vöktum við að runka sér yfir blogginu mínu, því ? Nei, það getur nú ekki verið. Líklega þarf ég að fá lyf gegn þessari vænisýki.