Greinasafn fyrir flokkinn: Pistlar
Er Ómar í hættu?
Mér finnst sorglegt þegar áhugaverðir pistlahöfundar sem hafa hugrekki til að varpa fram óvenjulegum hugmyndum og spyrja óþægilegra spurninga, verða svo oft fyrir persónulegum árásum og skítkasti að þeir neyðast til að loka á möguleikann á að senda inn athugasemdir til að komast hjá því að taka 4 vinnudaga í viku í að verja sig.
Trúboð
Einhver maður sem ég veit ekki einu sinni hvað heitir, virðist hafa þá köllun í lífinu að sannfæra mig um að tungumálið sé það sem greini manninn frá dýrunum og geri hann þeim æðri. Sennilega hefur hann tekið einn félagsfræðiáfanga í öldungadeild einhvers framhaldsskóla og skrifað ritgerð um málið, upp á þokkalega einkunn, áður en hann hætti í skólanum af því að kennarahelvítið felldi hann í stærðfræði 102.
Halló Stefán!
Stefán Eiríksson lögreglustjóri segir í mogganum í dag að það sé fráleitt að lögreglumenn hafi tekið vægar á mótmælum atvinnubílstjóra en mótmælum annarra, s.s. liðsmanna Saving Iceland. Halda áfram að lesa
Af litlum konum og stórum körlum
Síðasta sumar lagði ég litla bílnum mínum á veginum að Hellisheiðarvirkjun. Tilgangurinn var sá að vekja athygli almennings og einkum starfsmanna Hellisheiðarvirkjunar á tengslum áliðnaðarins við hergagnaframleiðslu og tengslum Orkuveitu Reykjavíkur við áliðnaðiinn. Halda áfram að lesa
Táknhyggja 101
Auðvitað ertu trúuð. Allir hafa einhverja trú og mér er nokk sama hvort það er trú á Gvuð eða rúnir, það er trú samt, sagði hann og þetta er hvorki í fyrsta sinn né það hundraðasta sem ég heyri þessa kenningu. Halda áfram að lesa
Meira plebb
Nú hefur þriðja manneskjan komið að máli við mig, lýst ánægju sinni með Vantrúarbingóið og haft á orði að Vantrú ætti oftar að standa fyrir uppákomum. Halda áfram að lesa