Við getum ekki bjargað öllum með handafli

Auðvitað er ég sammála Heiðu um að við eigum að bjarga þeim núna.

Vandamálið er bara það að ef vandamálið er innbyggt í kerfið þá verða það aðeins þeir sem bera sig eftir því, þeim sympatískustu og þeir viðfelldnustu sem fá hjálp. Þetta á við á öllum sviðum, hvort sem við hugsum um sjúklinga og aðstandendur þeirra, flóttamenn, fólk í fjárhagsvanda, þolendur heimilsofbeldis eða eineltisbörn. Gott mál ef þessi fjölskylda fær aðstoð frá áhugafólki en við ætlum að byggja velferðarkerfi á söfnunum meðal áhugafólks, þá verða þeir útundan sem funkera illa félagslega eða bera ekki sorgir sínar á torg.

Að sjálfsögðu geta björgunaraðgerðir stuðla að kerfisbreytingum og þegar fólk í neyð býr við kerfi sem bregst þá er ekkert um annað að ræða en að þeir sem hafa samúð með því hjálpi til. Hinsvegar er það ekki nóg, við verðum að breyta kerfinu þannig að fólk geti veikst eða átt veik börn án þess að missa heimili sín. Það er óþolandi að fólk þurfi að reiða sig á ölmusu.

Af fögnuði UTL

Vinsamlegast lesið þetta sem og önnur skrif Teits um málefni flóttamanna. Lesið einnig svar UTL sem lýsir sérstökum fögnuði yfir því að Teitur og Baldur (menn sem líkur eru á að einhver taki meira mark á en hernaðarandstæðingum og anarkistum) skuli vera farnir að gagnrýna stofnunina. Eflaust er gleði þeirra ósvikin, sennilega bara skálað í vikulokin fyrir þessari æðislegu auglýsingu. Halda áfram að lesa

Umsögn um njósnafrumvarpið

Ég hef verið beðin um að gefa umsögn um þingsályktunartillögu um að unnið skuli frumvarp til laga um forvirkar rannsóknarheimilidir.

Með forvirkum rannsóknarheimildum er átt við að lögreglunni verði heimilað að safna upplýsingum um grunsamlegt fólk og rannsaka glæpi sem ekki hafa verið framdir en eru hugsanlega í bígerð. Sennilega kemur það fáum sem kannast við mig á óvart að ég lýsi mig alfarið andvíga öllum hugmyndum um forvirkar rannsóknarheimildir eða aðrar heimildir til innrásar í einkalíf borgaranna. Halda áfram að lesa

Umsögn um forvirkar rannsóknarheimildir

Óskað var eftir áliti mínu á áformum um forvirkar rannsóknarheimildir lögreglu. Hér er sú umsögn sem ég sendi inn.

Umsögn um tillögu til þingsályktunar um forvirkar rannsóknarheimildir lögreglu (Þingskjal 26  —  26. mál.)

Fyrir Alþingi liggur nú ályktun um að innanríkisráðherra skuli falið að vinna og leggja fyrir Alþingi lagafrumvarp um forvirkar rannsóknarheimildir. Með því er átt við að lögreglunni verði heimilað að safna upplýsingum um grunsamlegt fólk og rannsaka glæpi sem ekki hafa verið framdir en eru hugsanlega í bígerð. Halda áfram að lesa