Um hönnun og stuld

krummi1Lög um höfundarrétt eru úrelt. Þau eru ekki miðuð við nútímatækni og þau eru ekki miðuð við internetið. Netið gerir það reyndar að verkum að það er full þörf á því að samræma höfundarréttarlög um allan heim.

En lögin ættu ekki bara að þjóna þeim tilgangi að tryggja fólki rétt til heiðursins og tekna af eigin hugverkum, heldur ættu þau líka að vernda hinn almenna borgara gegn bulli á borð við það að handverkskennari sé að kenna börnum hönnunarþjófnað með því að láta þau styðjast við teikningar annarra.  Það er fráleit hugmynd að hönnuðurinn verði af tekjum þótt verk hans séu notuð í kennslu. Ég hef ekki tíma til að skrifa um þetta efni í dag svo þessi pistill sem ég birti 2011 verður að duga í bili.

Telur Sveinbjörg að Rússneska réttrúnaðarkirkjan sé ekki kirkja?

forget-to-mention-morons_o_863318Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, oddviti lista Framsóknar og flugvallarvina sagði í beinni útsendingu í Ríkisútvarpinu núna áðan að það hefði ekki verið stefna Framsóknarflokksins að koma í veg fyrir moskubyggingu í Reykjavík, heldur hefði hugmyndin komið upp eftir að borgarbúar hefðu lýst andstöðu sinni við moskuna. Halda áfram að lesa

Nýtingarfasistinn 4. hluti

Ekki henda afgangnum

nytingafasisti-4-688x451

Í síðustu pistlum hef ég boðað þá venju að elda ekki meira en þörf er á en þegar maður einu sinni hefur náð góðum tökum á afgangastjórnun er tilvalið fyrir þá tímabundnu að elda meira en á að nota í það skiptið og nota afgangana í annan rétt næsta dag. Ég mæli þó ekki með því fyrir þá sem ennþá líta á afganga sem rusl. Halda áfram að lesa

Leiðbeiningar fyrir öryrkja

kvittun

Þingmenn allra flokka hafa farið þess á leit við félagsmálaráðherra að gefinn verði út leiðbeiningabæklingur fyrir öryrkja um réttindi þeirra og hvert þeir eigi að snúa sér til að sækja þann rétt. Þetta þykja mér góðar fréttir enda er örugglega þörf á slíkum bæklingi. Útlendingar á Íslandi þurfa líka á leiðarvísi að halda, kannski verða þeir næstir. Halda áfram að lesa