Framsóknarstjórn

Þau ætla semsagt að sætta sig við öll skilyrði Framsóknar. Framsókn getur líka hvenær sem er neitað að styðja ákvarðanir nýrrar ríkisstjórnar og haldið henni þannig í herljargreipum. Sem þýðir að í raun verður það Framsóknarflokkurinn sem fer með völdin.

mbl.is Stjórnin mynduð á morgun

Polibitch

Plott að hætti Framsóknar.

Framsóknarflokkurinn + Samfylking með stuðningi Sjálfstæðisflokks?

Eða Framsókn + Sjálfstæðisflokkur?

Er nokkur furða þótt fólk hafi misst trúna á flokkakerfið?

mbl.is Telur forsendur fyrir stjórn

Bankanum þínum er sama um þig

Ætli umboðsmaður viðskiptavina geti reddað mér 280 milljarða láni? Til að gæta þeirrar sanngirni að allir viðskiptavinir fái jafn góða þjónustu?

Ég vona að fólk kaupi ekki þessa ímyndaruppálöppun. Bankinn hefur engan áhuga á velferð viðskiptavina nema rétt á meðan hann getur grætt á okkur. Eina rökrétta svarið við skíthælshætti bankanna er að hætta að borga. Þá hrynur kerfið og við getum hafist handa við að byggja nýjan grunn fyrir nýtt samfélag.

mbl.is Kaupþing ræður umboðsmann viðskiptavina

Flottur gjörningur

Elska allt svona. Elska sérstaklega þegar fólk gerir hlutina bara sjálft án þess að bíða eftir fjöldaaðgerðum.

Fólk er endalaust að koma að máli við mig og kynna einhverjar sniðugar hugmyndir að pólitískum aðgerðum. Fæstir framkvæma þær hinsvegar. Ætlast fólk virkilega til þess að ÉG sjái um að ýta hugmyndum þess í framkvæmd? Í öllum hamingjunnar bænum, ef þið hafið hugmyndir, ekki segja mér þær, framkvæmið þær bara.

mbl.is Krónugjörningur við seðlabankann

Fyrir þá sem skilja ekki hvers vegna við viljum Ísland úr Nató

Nato er hernaðarbandalag vestrænna ríkja. Það er ekki kennt í grunnskólanum, en vestræn ríki, hinn svokallaði fyrsti heimur, eru gömlu nýlenduríkin. Ríkin sem rúðu restina af heiminum inn að skinni og viðhalda enn valdi sínu með efnahagslegu ofbeldi og ríkisreknum hernaði. Meira og minna allur hernaður og átök í heiminum í dag á rætur að rekja til nýlendustefnunnar sem aldrei dó í raun og er viðhaldið af vestrænum bandalögum, bæði óformlegum og formlegum. Þeirra stærst og hættulegast er NATO, og það bandalag verður að brjóta til grunna. Skref í áttina að því að gera það brottrækt af Íslandi og það verk munu stjórnmálamenn, sama hverjir þeir eru, ALDREI vinna.

Auk þess hendum við of miklum pening í hernað á meðan heilbrigðiskerfið er svelt.

Gungurnar flýja mótmælendur

Nú ætla stjórnsnillingar vorir að afstýra mótmælum. Þjóðmenningarhúsið hefur verið afbókað og Natópartýið flutt eitthvert annað. Yfirvöld eru greinilega skíthrædd við íslenskan almenning og hafa ástæðu til. En við látum ekki gungurnar stöðva okkur. Við munum finna út hvar stríðsherrarnir halda sig og sýna þeim alla helvítis ölgerðina. Við rákum ríkisstjórnina og við getum líka rekið Nató. Fylgist með hér til að fá upplýsingar um fundinn og ef þið vitið eitthvað sem gæti komið að gagni, hafið þá samband við mig strax.