Þá er það staðfest sem allir vissu en fáir töluðu um; páskaeggin okkar eru unnin úr þrælabaunum. Reiknað með að taki tíu ár að leggja niður viðskipti við þrælahaldara.
Þennan pistil skrifaði ég árið 2011.
Þá er það staðfest sem allir vissu en fáir töluðu um; páskaeggin okkar eru unnin úr þrælabaunum. Reiknað með að taki tíu ár að leggja niður viðskipti við þrælahaldara.
Þennan pistil skrifaði ég árið 2011.
Í dag eru margir reiðir.
Út af þessu með auðlindaákvæðið og kvótann og vatnalögin og allskonar og æjá svo var eitthvað um stjórnarskrá. Dálítið verið daðrað við einkavæðingu bankanna líka. Var ég búin að nefna meiri stóriðju? Ríkisstyrkta?
Það er ósköp skiljanlegt að þeir sem kusu Samfylkinguna og VG séu í sárum en í allri þessari reiði yfirsést mönnum nokkuð stórkostlegt og undursamlegt; það að þrátt fyrir allt lauk störfum þingins í samhug og einingu sem á sér varla fordæmi í Íslandssögunni. Að þingmönnum Hreyfingarinnar undanskildum, sameinuðust þingmenn allra flokka loks í verkum sínum, og eins og til að undirstrika það viðhorf að ríkisstjórn eigi að hlusta á mótherja sína á Alþingi, sáu stjórnarflokkarnir sjálfir um að eyða stjórnarskrármálinu á meðan þingmenn Framsóknar- og Sjálfstæðisflokksins sátu hjá.
Aldrei frá því að ég fór að fylgjast með fréttum hef ég séð skapast á Alþingi jafn skýra, þverpólitíska afstöðu um eitt mál: Það að Sjálfstæðisflokkurinn eigi að ráða.tj
https://www.facebook.com/eva.hauksdottir.norn.is/posts/10151343718407963
https://www.facebook.com/eva.hauksdottir.norn.is/posts/117804738405146
Þetta er alveg rétt hjá Jóni Steinari en hann gleymir því að margir þeirra sem taka lán hafa árum saman unnið svokölluð lálaunastörf, sem merkir að hann leggur á sig meiri vinnu en sanngjarnt getur talist miðað við þá umbun sem hann fær. Niðurfelling skulda gæti verið ein leið til að leiðrétta þá skekkju sem skapast við það.
Hann gleymir því líka að þar sem svokölluð verðtrygging viðgengst, neyðist fólk til að skuldsetja sig án þess að hafa nokkra hugmynd um hversu háa upphæð það þurfi að greiða í framtíðinni.
Þegar búið er að laga þessi tvö vandamál, getum við talað um að það sé óréttlátt að láta þá ríku taka á sig hluta af skuldum hinna fátæku.
https://www.facebook.com/eva.hauksdottir.norn.is/posts/10151334395502963
https://www.facebook.com/eva.hauksdottir.norn.is/posts/10151331971662963