
Stykkishólmur er fallegri en ég hélt. Við höfðum hugsað okkur að fara í stutta siglingu um Breiðafjarðareyjar ef veðrið yrði gott. Stutta siglingin reyndist ekki vera í boði en þar sem veðrið var eiginlega of gott til að fara ekki í siglingu tókum við 2ja og hálfstíma ævintýraferð og sjáum sko ekki eftir því. Halda áfram að lesa
Skjöldur
Við fórum ekki Kerlingarskarðið því þá hefðum við þurft að vakna kl 7 og ég stóð auk þess í þeirri trú að kerlingin sæist frá veginum. 
Dagurinn leið hratt og við vorum ekki komin að Grímsstöðum fyrr en rétt fyrir kl 8 um kvöldið. (Við komum við í Borgarnesi og keyptum ísmola o.fl. og hittum þar hana Eygljó frænku okkar en tókum því miður engan mynd.) 
