Allt önnur Njála

Sáum Njálu í Borgarleikhúsinu í gærkvöld. Einhverju hefur slegið saman hjá mér því ég taldi mig hafa séð Jón Viðar hrósa sýningunni en áttaði mig fljótlega á því að það hlaut að vera misskilningur. Hún er skemmtileg en skortir dýpt, ofurfeminísk sýning og yfirmáta sjálfhverf þar sem áhorfandinn er ekki aðeins sífellt minntur á að hann er í leikhúsi, heldur einnig á að leikendur beri nöfn og eigi sér feril. Halda áfram að lesa

Matreiðslubækur

Mér finnst í rauninni forvitnilegt að efni eins og t.d. fokdýrar, litprentaðar matreiðslubækur (oft svo stórar og þykkar að þær henta engan veginn til þess að lesa í rúminu) skuli yfirhöfuð seljast. Það er bara svo auðvelt að finna uppskriftir og myndir af svo til hvaða rétti sem er á netinu ásamt öllum hugsanlegum upplýsingum um uppruna, næringargildi, matreiðsluaðferðir hefðir o.s.frv. En þær seljast nú samt af því að eitthvað þarf fólk að gefa hvert öðru í jólagjöf og allir þurfa jú að éta. Það er að minnsta kosti eina skýringin á sölu matreiðslubóka sem mér finnst trúleg.