Rányrkja til forna

Ragnar minnist hér m.a. á þá sérstöðu Íslands, að hafa reynt að sporna við ofnýtingu auðlinda, strax á Grágásartímanum.

Þeir sem vilja kynna sér forsögu þess, ættu að lesa hina bráðskemmtilegu bók Bergsveins Birgissonar; Leitin að svarta víkingum. Bergsveinn segir m.a. frá fyrsta eignarnámi Íslandssögunnar og setur fram þá áhugaverðu kenningu að það eignarnám hafi verið viðbrögð við yfirgangi fyrsta kapítalistans á Íslandi sem lagði undir sig ákveðna auðlind og gekk svo hart fram í rányrkjunni að varanlegur skaði hlaust af. Við erum síst komin af norrænum sjóræningjum en mun fremur af útrásarvíkingum, flóttamönnum og þrælum.

Voru landnámsmennirnir útrásarvíkingar?

Öndvegissúlur Ingólfs rak á land í Reykjavík og þar með hófst landnám Íslands. Frelsisþráin rak göfugustu menn Noregs til þess að sigla til eyjarinnar bláu í norðrinu og nema þar land. Þræla höfðu þeir vitaskuld og þá helst írska, en þeir fengu nú fljótt frelsi, í það minnsta fer litlum sögum af þrælahaldi nema hjá fyrstu kynslóð í landinu. Og höfðingjarnir stofnuðu Alþingi og fóru í víking og ortu drápur á milli þess sem þeir dunduðu sér við að höggva nágranna sína í herðar niður, ekki síst að undirlagi kvenskörunga, skráðu sögur og fræði á kálfskinn og urðu þjóð. Halda áfram að lesa

Grillað á Grímsstöðum

Þegar skoðunarferð um Berserkjahraun lokinni var klukkan að halla í 6 og tímabært að halda heim til að grilla. Ég hafði reyndar haldið að við gætum ekið nesið allt á einum degi en það er ekki raunhæft ef maður fer í svona langa siglingu og stoppar lengi í Bjarnarhöfn. Skítt með það, þetta var búinn að vera frábær dagur og pabbi er hvort sem er búinn að sjá Dritvík, Vatnshelli, Hellna og annað áhugavert á þessari leið. Halda áfram að lesa