Silfur Egils fer nú að nálgast gull að verðgildi

Óttalegur smásálarháttur finnst mér nú að nota umferðaróhapp unglings til að gera lítið úr málstað og mótmælaaðferðum heillar grasrótarhreyfingar.

Agli Helgasyni (og öðrum sem rakalaust hafa haldið því fram að meðlimir Saving Iceland viti ekki um hvað þeir eru að tala) til upplýsingar, þá voru gaskútarnir í bílnum ekki ætlaðir til hryðjuverkastarfsemi, heldur var þetta unga fólk að flytja útilegudótið sitt í bæinn. Þessar friðelskandi tófúætur nota gaskúta nefnilega til að elda en ekki til hernaðar.

Fyrir hönd unga vinar míns sem hefur nú verið handtekinn nógu oft til að hafa efni á þessari glæsikerru sem lenti á vegg hérna fyrir utan hjá mér í gær, biðst ég afsökunar á því að bíllinn skuli vera úr áli. Ég býst við að Egill Helgason kúki eins og annað fólk og myndi því aldrei voga sér að vera með einhver læti yfir því þótt íslensk stjórnvöld gæfu öðrum þjóðum leyfi til að nota árnar okkar sem losunarstöðvar fyrir mannasaur. Það myndi ég hinsvegar gera og kúka ég þó. Svona er nú hræsnin í þessum umhverfissinnum.

Blessað frelsið

Einn af málsvörum frelsisins gagnrýnir umfjöllun Stöðvar 2 um reynslu Hauks í Palestínu. Ég hef séð betur unnar fréttir frá henni Lóu en alveg finnst mér ótrúlegt að láta að því liggja að það sé allt eins líklegt að frásögn Hauks sé uppspuni.

Auðvitað er sjálfsagt að fréttamenn leiti staðfestinga þegar verið er að fjalla um einstaklinga og/eða vinkvæm málefni en ef fréttamenn greindu aldrei frá neinu og tækju aldrei viðtöl nema sýna um leið óyggjandi sannanir, væri upplýsingaflæði til almennings frekar fátæklegt.

Þú skalt ekki trúa þínum eigin augum

Fjölmiðlar beðnir að halda sig á mottunni og almenningur um að trúa þeim ekki.

Æjæ hvað það er nú sárt að almenningur skyldi trúa myndbandsupptökum af framgöngu lögreglunnar fyrir austan síðasta sumar. Uppáhaldsmyndskeiðið mitt er þegar yfirmaður í lögreglunni ræðst á ljósmyndara sjónvarpsins fyrir utan lögreglustöðina á Eglisstöðum. Fjárans ósvífnin hjá RÚV að vera að sýna það í sjónvarpi.

Ætli almenningur trúi ekki bara því sem honum finnst trúlegast.

Ó-lög vors lands

Ef ekki má flytja þjóðsönginn öðruvísi en í upprunalegri mynd, merkir það þá ekki að bannað sé að þýða textann á önnur tungumál, eða allavega að flytja hann með þýddum texta? Merkir það ekki líka að ekki megi flytja hann með öðrum hljóðfærum og raddsetningu en þeirri upphaflegu? Spurning hvort væri ekki frekar við hæfi að handtaka íslenska knattspyrnulandsliðið en þessa stórhættulegu Spaugstofumenn. Þeir fara þó allavega vel með tónlistina og ekki þykir mér lofgjörðin til Alcan ósmekklegri en guðsorðarunkið hans Matthíasar. Boðskapurinn er ömurlegur og þessi sálmur er hræðilegt leirhnoð.