Úgandaferðin fór langt fram úr væntingum. Langsokkur negrakóngur reyndist hinn mesti höfðingi heim að sækja og auk þess hinn prýðilegasti leiðsögumaður. Meira að segja Eynar, sem þóttist nú rétt mátulega spenntur þegar við lögðum af stað, talar um að fara þangað aftur. Halda áfram að lesa
Greinasafn fyrir flokkinn: Liljur vallarins (dagbók)
Frekar neyðarleg mistök
Undanfarið hef ég verið að flytja efni af gamla léninu mínu hingað og á pistilinn. Það er mikið verk því til þess að tenglar, tjásur og myndir týnist ekki þarf ég að gera þetta handvirkt, þ.e. flytja hverja færslu fyrir sig. Þetta eru skrif 10 ára og lengst af notaði ég bloggið eins og ég nota facebook í dag, þ.e. til að pósta tenglum og koma á framfæri skoðunum í örfáum línum eða varpa fram umræðuefni. Oft komu fram áhugaverðar umræður sem ég vil ekki glata og ég færi þessvegna allt draslið. Halda áfram að lesa
Einhverntíma
Það hefur verið skítkalt í Glasgow síðustu vikurnar og ég legg til að Global Warming verði rekinn. Þetta er bara engin frammistaða. Nújæja, það þýðir víst ekkert að láta það brjóta sig niður svo við erum að fara til Úganda um mánaðamótin. Þar er fullkomið veðurfar árið um kring, svona á bilinu 20-25°C og við verðum hjá vini sem þekkir allar aðstæður. Ég píndi Eynar til að fá sér snjallsíma bara af því að ég vil hafa myndavél sem ég ræð við. Helst vildi ég auðvitað hafa Ingó með en það er nú eins og það er. Halda áfram að lesa
Veður
https://www.facebook.com/eva.hauksdottir.norn.is/posts/10151342630867963
Dekur
https://www.facebook.com/eva.hauksdottir.norn.is/posts/10151331996242963
Ferð til Milton Keynes
Eynar þurfti að fara í fjögurra daga vinnuferð til í Milton Keynes sem er í svona hálftíma lestarferð frá London. Ég fór með þótt ég ætti svosem ekki annað erindi en að vera nálægt honum.
Við fengum okkur smá kaffi þegar við lentum í Luton Halda áfram að lesa
Í tilefni af raðstatus á Facebook …
https://www.facebook.com/Batasetur/posts/471684153025345
Þessari runkfærslu var deilt æ ofan í æ 2013 og svo aftur og aftur …
Mitt svar:
- Sterkasta fólkið er sterkast, ekki viðkvæmast.
- Það er vel hægt að sýna góðvild án þess að láta traðka á sér.
- Þeir sem stöðugt annast aðra bera sjálfir ábyrgð á þeirri ákvörðun.
- Þeir sem eiga erfitt með að segja ég elska þig, fyrirgefðu eða viltu hjálpa mér, geta fengið faglega aðstoð til að vinna á vandamálum sínum, þú þarft ekki að kóa með þeim.
- Þeir sem virðast hamingjusamir eru það venjulega.
- Ef fólk lætur þig ekki vita af því að því líði illa er það vegna þess að það kærir sig ekki um slímuga umhyggju þína. Virtu það bara.