Lúsíukettir

Einar er að baka lúsíuketti. Einhvernveginn vöktu deigsnúðarnir á plötunni hjá honum pælingu um það hvernig þetta plús þetta sinnum eitthvað í öðru veldi plús N verður eitthvað óskiljanlegt sem reyndist svo einni mínútu síðar vera augljóst. Mér finnst þetta góð ástæða til að forðast jólabakstur. Auk þess er saffran ofmetið. Ég hefði bara notað kanel.

Það er hefð fyrir því á okkar heimili að bjóða upp á jólaglögg á aðventunni. Sú hefð verður viðhöfð í fyrsta sinn í dag og mun heppnast gífurlega vel.

Uppfært 22:13
Þetta var ágætt.

Jólabakstur

Einar er að baka lúsíuketti. Einhvernveginn vöktu deigsnúðarnir á plötunni hjá honum pælingu um það hvernig þetta plús þetta sinnum eitthvað í öðru veldi plús N verður eitthvað óskiljanlegt sem reyndist svo einni mínútu síðar vera augljóst. Mér finnst þetta góð ástæða til að forðast jólabakstur. Auk þess er saffran ofmetið. Ég hefði bara notað kanel.

Velkomin til ársins 2015

Ég var í prófi í samningarétti í dag. Eitt verkefnanna snerist um mann sem gerði tilboð í reiðhjól. Að sjálfsögðu bréflega. Seljandinn svaraði einnig bréflega en þar sem væntanlegur kaupandi var í sumarbústað, las hann bréfið ekki fyrr en nokkrum dögum síðar.  Í þessu dæmi staðfesti pósturinn að ábyrgðarbréfið hefði verið sett í lúguna kl 16.

Maður hefði nú kannski haldið að það væri ívíð áhugaverðara álitaefni hvenær tölvupóstur telst hafa borist manni.

Það má segja Lagadeild til hróss að ég hef enn ekki þurft að leysa verkefni þar sem menn senda tilboð og samþykki með bréfdúfum.

https://www.facebook.com/eva.hauksdottir.norn.is/posts/10153290929207963

 

Frítekjumarkið

Eva: Hvað er þetta eiginlega með frítekjumarkið, af hverju er verið að refsa fólki fyrir sjálfsbjargarviðleitni?
Einar: Þú misskilur þetta. Það er verið að refsa því fyrir að vera öryrkjar.