Rún dagsins er Úr

Úr eða Úruxi er tákn nautsins sem plægir jörðina. Uxinn fer ekki mjög hratt en hann lætur engar fyrirstöður stöðva sig, Þetta er því rún styrks og þrautseigju. Í galdri er hún notuð til að efla viljastyrk og einbeitingu að einu markmiði.

Í rúnalestri felur Úr í sér ábendingu um að spyrjandinn eigi að halda ótrauður áfram á þeirri braut sem hann er þegar á eða þeirri sem blasir við, láta ekkert trufla sig og stilla sig um að sinna mörgu í einu. Einnig að hann eigi að hafa meiri trú á sjálfum sér því hann býr yfir miklu meiri styrk en hann gerir sér grein fyrir.

Rún dagsins er Fé

Eins og nafnið gefur til kynna er Fé rún búfénaðar sem er forgengileg eign en um leið eign sem getur ávaxtast.  Fé er notuð í galdri til þess að auka möguleika á hagnaði.

Þegar Fé kemur upp í rúnalestri er það ábending um að spyrjandinn eigi kost á að ávaxta fé sitt en rétt eins og bústofninn þarfnast umhirðu til þess að eign bóndans vaxi, er spyrjandanum nauðsyn á að sýna fyrirhyggju og vinna vel og markvisst að því að láta drauma sína rætast. Ef hún kemur upp með Ísrúninni er það vísbending um stöðugleika í fjármálum – til góðs eða ills eftir því hvernig staðan er.

Fúþarkinn sem verndarhringur

Norræna rúnarófið er kallað fuþark, eftir fyrstu 6 rúnunum. Rúnir voru ekki notaðar til þess að skrifa bækur heldur í áletranir, t.d. á bautasteina, rúmbríkur og kistla og ekki síður til galdraiðkunar. Á Íslandi var aðallega notað 16 rúna róf en þessi norræna gerð rúnarófsins er eldri og að mínu mati bæði fallegri og skemmtilegri. Halda áfram að lesa

Blogggáttin 2017

Ég var að skrá norn.is á Blogggáttina en ég hef ekki fylgst með henni í mörg ár. Listinn yfir mest lesnu blogg ársins hefur ekki verið uppfærður frá 2011. Mér sýnist reyndar að stórir netmiðlar sem hafa auglýsingatekjur, og eru uppfærðir oft á dag, hafi nánast yfirtekið Bloggáttina. Þeir sem halda úti sínum eigin lénum eru lítt sýnilegir og bloggarar sem birta skrif sín á bloggsvæðum stóru miðlanna eru í þeirri undarlegu stöðu að keppa um athyglina við miðlana sem þeir skrifa fyrir, frítt. Halda áfram að lesa

Lúxuskrísa

Ég verð að fara að taka ákvörðun um það hvað ég ætla að gera í vetur. Mig langar nákvæmlega ekkert að taka meistaranám í HÍ, þar er sama ömurlega krossaprófastefnan og í grunnnáminu og gert ráð fyrir 5 námskeiðum á önn. FIMM námskeiðum. Mér hrýs hugur við því. Maður á semsagt að halda áfram að krafsa í yfirborðið á öllu. Læra þúsundir blaðsíðna utan að og reyna að komast hjá því að hugsa sjálfstætt. Engin sérhæfing og sárafá tækifæri til að kafa djúpt í efnið. Ég gubba. Halda áfram að lesa