Einhverntíma tók ég upp á því að safna saman dæmum um hluti sem gleðja mig án þess að vera ómissandi. Allt þetta sem er nógu mikilvægt til að gera lífið betra en þó ekki svo mikilvægt að það gera lífið verra að hafa það ekki. Ég setti inn færslur á Twitter undir merkinu #gæfumunur_ Halda áfram að lesa
Greinasafn fyrir flokkinn: Liljur vallarins (dagbók)
Á heimleið
Förum heim á morgun. Einari finnst alltaf jafn erfitt að kveðja Ísland og ég verð alltaf jafn glöð yfir því að komast heim. Halda áfram að lesa
Rún dagsins er Óðal
Óðal er ættarsetrið og þessi rún táknar varanlegt öryggi, heimilið, föðurlandið og fjölskylduna. Hún hentar vel þeim sem vilja galdra fram hagstæð íbúðarkaup og þeim sem eru að stofna heimili. Sagt er að ættarmót heppnist sérlega vel fyrir tilstilli Óðals.
Í rúnalögn boðar Óðal veraldlegt öryggi. Ef spyrjandinn er húsnæðislaus munu raunir hans brátt á enda og framundan er tímabil farsæls fjölskyldulífs. Sá sem hefur hrakist að heiman mun komast heim. Ef spyrjandinn vill komast til metorða skal hann leita ráða frænda sinna og forfeðra. Mun honum vel þá farnast.