Eitt af því sem er verulega slæmt við Facebook er að maður er stundum skráður í hópa án þess að vera spurður álits. Einu sinni var hægt að senda fólki boð um að skrá sig í hóp en ég sé þann möguleika ekki lengur. Flestum finnst það öllu kurteislegra og mér finnst líklegt að margir telji sig vera að senda boð þegar þeir skrá einhvern í hóp. (Það er hinsvegar hægt að bjóða fólki að læka síðu en það er efni í annan pistil.)
Greinasafn fyrir flokkinn: Dindilhosan (léttmeti)
Skemmtiþjófar á Facebook – fréttaveitan
Er fréttaveitan þín full af kisumyndum og vondum húmor svo þú þarft að leita í kraðakinu til að sjá áhugaverðar umræður? Eða sérðu ekki íþróttastatusa fyrir reiðilegri pólitískri gagnrýni frá grautfúlum álitshöfum? Halda áfram að lesa
Skemmtiþjófar á Facebook – leikjaboð
Ég tek oft eftir því að fésbókarnotendur ergja sig á því að fréttaveitan þeirra sé full af kattamyndum, pólitískum áróðri eða lélegum húmor. Einnig sér maður oft furðulostinn netverja velta því fyrir sér hvernig hann lenti í tilteknum hóp. Í hverri einustu viku sé ég gremjuleg skilaboð á borð við “hættið að senda mér leikjaboð!”.
Facebook getur sannarlega verið óþolandi fyrir þá sem kunna ekki á hana en sem betur fer er hægt að hafa einhverja stjórn á flestum þessara vandamála án þess að henda fólki út af vinalistanum. Mun ég nú ausa úr viskubrunni mínum. Leikjaboð fyrst. Eitthvað meira seinna ef ég nenni því.
Hversvegna þýðir ekkert að biðja fólk að hætta að senda leikjaboð?
Ég veit ekki til þess að hægt sé að koma alfarið í veg fyrir leikjaboð (ef það er hægt þigg ég upplýsingar með þökkum) en það er hægt að fækka þeim verulega. Það sem mun ekki virka til þess að losna við leikjaboð er að setja “hættið að senda mér leikjaboð” eða “ég ætla að blokkera alla sem senda mér leikjaboð” í stöðulínuna.
Í fyrsta lagi munu margir vinir þinna ekki sjá þessi skilaboð. Sumir þeirra eru ekki skráðir inn á sama tíma og þú. Sumir eru með svo marga á vinalistanum að þeir ná ekki að fylgjast með öllu sem kemur inn á fréttaveituna. Sumum þeirra finnst þú sjálf(ur) hinn mesti skemmtiþjófur (þótt þeir elski þig nú samt) og hafa því sett þig á kunningjalistann eða valið að sjá ekki öll innlegg frá þér (ég skal kannski segja þér hvernig það er gert síðar.)
Í öðru lagi er alls ekki víst að vinir þínir séu að leggja þig í einelti þótt þú fáir mörg leikjaboð. Sumir leikir eru nefnilega svo hjálpsamir að þeir senda leikjaboð í þínu nafni ef þú notar þá, hvort sem þú kærir þig um það eða ekki. Það eina sem aðrir geta gert til að tryggja að þú fáir ekki leikjaboð frá þeim (fyrir utan að fjarlægja þig af vinalistanum) er að hætta sjálfir að spila leiki sem þeir hafa ánægju af. Og það er ekki að fara að gerast.
Í þriðja lagi er líklegt að margir á vinalistanum þínum hafi sent þér vinarboð eða samþykkt þitt af einhverjum öðrum ástæðum en einskærri ást og ævarandi hollustu og taki það nákvæmlega ekkert nærri sér þótt þú hendir þeim út af vinalistanum eða blokkerir þá. Þeim gæti jafnvel dottið í hug að þín fýla sé þitt vandamál.
Að losna við leikjaboð
Það sem virkar er hinsvegar þetta:
Vinstra megin við fréttaveituna þína er hliðarslá og þar fyrir neðan miðju ættirðu að sjá svona mynd.
Smelltu á App Center.
Nú ættirðu að sjá þessa mynd (nema kannski með miklu hærri tölu í rauða reitnum) neðarlega á síðunni lengst til vinstri.
Smelltu á Requests.
Hér sérðu leikjaboð. Í þessu tilviki boð um að spila Friends With Benefits. Smelltu á krossinn ef þú vilt ekki prófa leikinn. Ef þú hefur aldrei blokkerað leiki sérðu sennilega langan lista af einhverju Farm Ville og Candy Crush dóti.
Nú kemur upp svona mynd. Ef þú velur báða möguleikana; Block… og Ignore all requests from... muntu hvorki fá leikjaboð frá þessum leik né frá þessum vini framar. Svo ferðu eins að með næsta leik í röðinni. Þú ert ekki að blokkera vin þinn með þessu og hann fær ekki tilkynningu um að þú viljir ekki leikjaboð frá honum svo þú ert ekki að særa neinn eða skemma nein sambönd með þessu, heldur bara að losna við bögg. Ef þú gerir þetta daglega í smá tíma dregur verulega úr leikjaboðum. Ég fæ t.d. ekki nema 1-2 leikjaboð á viku þótt ég eigi lögheimili á Facebook.
En ef þú sérð eftir því?
Ef þú vilt fá leikjaboð frá þessum leik eða þessum vini einhverntíma seinna, getur þú auðveldlega fjarlægt síuna.
Þú smellir fyrst á tannhjólið í horninu hægra megin. Þá færðu upp mynd sem líkist þessari.
Smelltu á Privacy Settings.
Vinstra megin kemur upp svona mynd. Veldu Blocking.
Nú færðu upp nokkra lista. Fyrst með þeim sem þú hefur blokkerað, ef þú notar þann möguleika. Þar fyrir neðan er Block app invites og þar birtist listi nem nöfnum þeirra sm þú hefur stöðvað leikaboð frá og unblock fyrir aftan hvert nafn. Fyrir neðan þann lista er annar listi með nöfnum þeirra leikja sem þú hefur blokkerað.
Þú velur unblock fyrir þá leiki og/eða vini sem eru í náðinni og sjá; leikjaboðin munu streyma inn að nýju.
Din dansk er da skidegod
Haltu á ketti; din dansk er da skidegod!
sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra Íslands við Helle Thorning, forsætisráðherra Danmerkur í opinberri heimsókn sinni til Danmerkur í dag.
Þetta er óvenjulegt. Við lærum dönsku í íslenskum skólum en svo þegar við komum til Danmerkur skiljum við ekki nokkurn mann svo þú getur rétt ímyndað þér hversu mikið það gleður mig að heyra að enn eru til Danir sem tala dönsku.
Thorning sagðist að mestu leyti ánægð með heimsókn íslenska forsætisráðherrans svona að því undanskildu að hann væri „lidt tvær-poset“ í afstöðu sinni til Evrópusambandins. Einkum þótti henni mikill fengur að gjöf sem ráðherrann færði henni, vænan slatta af gömlum Andrésblöðum sem voru helsta hjálpartæki Sigmundar Davíðs í dönskunáminu.
Ég þyki nokkuð sleip í dönsku en maður getur alltaf á sig blómum bætt. Ég er búin að læra bæði „suk“ og „gisp“ í morgun, svo þetta er allt á réttri leið
sagði danski forsætisráðherrann.
Sigmundur Davíð er einnig ánægður með fundinn en segir þó drekkutímann í Marienborg hátind heimsóknarinnar. Hann fékk nefnilega danskt vínarbrauð með kaffinu.
Ja maður er svona að verða búinn að fá nóg af vöfflum í bili svo þetta er góð tilbreyting frá íslenska kúrnum en aldrei hefði það hvarflað að mér að Danir kynnu að baka danskt sætabauð.
Framsókn í sorgarferli
Það er sorglegt til þess að vita að 27 þúsund mætir Íslendingar skuli nota lýðræðislegan rétt sinn og áhuga á samfélagsmálum til þess að skrifa undir áskorun um að núverandi lög verða framlengd óbreytt.
Ný rannsóknarskýrsla
Það stendur ekki utan á þér hvort þú trúir á Davíð. En þú finnur, að lífið þitt verður dýrmætara. Þá ertu fær um að geta elskað Davíð, grátið og hlegið. Fær um að geta fyrirgefið hrunstjórninni. Kannt að samgleðjast auðmönnum, þegar þeir fá fyrirtækin sín aftur á silfurfati, í stað þess að öfunda þá.
Þetta segir prófessor við Gvuðfræðideild HÍ. Nýútkomin rannsóknarskýrsla hans um orsakir efnahagshrunsins leiðir í ljós að meginástæðan fyrir hruninu var sú að skríllinn hafði fjarlægst Fjárhirði þjóðarinnar og tileinkað sér svokallað raunsæi. Að sögn prófessorsins voru það einkum vinstri sinnaðir skemmtiþjófar sem predikuðu raunsæisstefnu í stjórnmálum og bitnaði það mjög á grillveislum landsmanna. Margir þorðu ekki að að krydda svínakjötið með gulli en grilluðu þess í stað sjálft gvuðslambið sem bar synd heimsins. Staðfestir prófessorinn aukinheldur það sem marga hefur grunað að veikindin hafi Drottinn hersveitanna lagt á Fjárhirði þjóðarinnar í þeim tilgangi að hreinsa Íslendinga af góðærissyndunum.
Hann fórnaði sér fyrir syndir okkar og var saklaus krossfestur sem hver annar þjófur til þess að hver sem á hann trúir glatist ekki heldur kjósi Sjálfstæðisflokkinn um aldir alda. Og það er töff. Að trúa á kapítalismann er töff.
Prófessorinn kynnti rannsóknarskýrslu sína í Bústaðakirkju um helgina. Ljósmyndin á töflunni er söguleg, því að hún er sennilega ein hin síðasta af Davíð Oddssyni forsætisráðherra, áður en hann veiktist alvarlega aðfaranótt miðvikudagsins 21. júlí 2004. Textinn á töflunni er úr fermingarkveri Silfurskeiðabandalagsins en skemmtiþjófar Stöðvar tvö eiga heiðurinn af þýðingunni.
Spurning Jónasar Kristjánssonar
Jónas Kristjánsson spyr hvort Sigmundur Davíð sé bófi eða bjáni. Samkvæmt hugmynd Carlo M. Cipolla um bjánaskapinn fer þetta tvennt gjarnan saman. Ritgerð Cipolla heitir í enskri þýðingu „The Basic Law of Human Stupidity„. Með orðinu „stupidity“ á hann ekki við heimsku í merkingunni lág greindarvísitala heldur það sem ég kalla bjánaskap; tilhneigingu til að taka ákvarðanir sem eru bæði órökréttar og hafa fyrirsjáanlega í för með sér meiri skaða en ávinning.