Ég býst við að það sé prófraun fyrir stjórnsýsluna að þurfa að leita að týndum manni, eða líki, í annarri heimsálfu, þar að auki á átakasvæði. Og ekki bætir úr að sá týndi hefur lagt sig fram um að leyna upplýsingum um ferðir sínar og athafnir. Ég hef alveg skilning á þeirri erfiðu stöðu sem hefur blasað við starfsfólki Utanríkisráðuneytisins frá 6. mars sl. Ég er viss um að þau hafa unnið heilan helling, hringt í mann og annan og kannað ýmsar leiðir til að finna þetta lík. Halda áfram að lesa
Greinasafn fyrir flokkinn: Allt efni
Almenningur hefur áhrif
Ein af fjölmörgum árásum Tyrkja á Afrín. Myndin er héðan.
Macron Frakklandsforseti hefur boðið fram aðstoð sína við sáttamiðlun milli Tyrkja og Kúrda. Samkvæmt fréttastofu Reuters eru þetta viðbrögð hans við þrýstingi heima fyrir. Þrýstingur þarf ekki bara að koma frá stjórnmálamönnum og mannréttindahreyingum, það skiptir líka máli að hinn almenni borgari komi skoðunum sínum á framfæri við stjórnvöld. Halda áfram að lesa
Áskorun um viðbrögð við innrás Tyrkja í Afrín
Þar sem hvorki fréttir frá Sýrlandi né mitt eigið ákall um viðbrögð stjórnvalda við innrás Tyrkja í Afrín hafa skilað árangri, bið ég um aðstoð allra þeirra sem telja rétt að Íslenska ríkið fordæmi innrásina. Hægt er að undirrita áskorun hér. Halda áfram að lesa
Enginn veit neitt í sinn haus
Náði tali af enn einum hálfvitanum í Sýrlandi. Hann skildi mig illa og ég er ekki viss um að hann hafi áttað sig á því hvað ég var að spyrja um. Það virðist vera vinnuregla hjá þeim að tilkynna andlát ef hefur ekki spurst til manns í 10 daga. Halda áfram að lesa
Vg hljóta að gera sjálf það sem þau ætlast til af öðrum
Þessi mynd hefur birst á ótal vefsíðum, ég hef ekki hugmynd um hver rétthafinn er
Ég býst við að flestum finnist þetta orðið þreytt umræðuefni en ég reikna með að vera með innrásina í Afrín á sálinni þar til íslensk stjórnvöld sjá sóma sinn í því að fordæma hana og ofsóknir gegn Kúrdum yfirleitt. Halda áfram að lesa
Hvar á að stoppa?
Við fengum þær fréttir í gær að utanríkisráðherra Íslands hefði rætt beint við varnamálaráðherra Tyrklands sem þá hafi verið búinn að kynna sér mál Hauks. Hann gat ekki staðfest að Tyrkir væru með Hauk í haldi. Viðstaddir munu hafa skilið það svo að hann hafi verið að staðfesta að þeir séu ekki með hann. Við hljótum að reikna með að hann sé þá í það minnsta ekki á neinni skrá hjá þeim heldur hafi hann annaðhvort bjargast á einhvern dularfullan hátt, eða það sem líklegra er, að jarðneskar leifar hans séu einhvers staðar milli þorpanna Badina og Dumilya. Halda áfram að lesa
Ekki vera aumingjar
Myndin er af Wikipediu og sýnir tyrkneska hermenn í „Ólívuviðaraðgerðinni“. Ólívuviðurinn er friðartákn.
Það versta er að vita ekki hvort ég á frekar að óska þess að sonur minn hafi komist af eða farist. Í fyrradag vonaði ég að hann væri ekki hjá Tyrkjum heldur hefði komist af og væri hjá Kúrdum. Líkurnar á því eru afskaplega litlar og ég segi ekki að ég hafi verið bjartsýn en möguleikinn var þó huggun. Eftir atburði gærdagsins er sá veiki möguleiki hreint ekki þægileg tilhugsun. Í gær féll fjöldi óbreyttra borgara í loftárásum Tyrkja og síðar gengu Jihadistar um göturnar og slátruðu fólki með sveðjum. Halda áfram að lesa