Allt önnur Njála

Sáum Njálu í Borgarleikhúsinu í gærkvöld. Einhverju hefur slegið saman hjá mér því ég taldi mig hafa séð Jón Viðar hrósa sýningunni en áttaði mig fljótlega á því að það hlaut að vera misskilningur. Hún er skemmtileg en skortir dýpt, ofurfeminísk sýning og yfirmáta sjálfhverf þar sem áhorfandinn er ekki aðeins sífellt minntur á að hann er í leikhúsi, heldur einnig á að leikendur beri nöfn og eigi sér feril. Halda áfram að lesa