Í gær stóð ég við búðarkassa og ætlaði að kaupa jólapappír en var með kort sem ég nota sjaldan og mundi ekki lykilnúmerið. Stelpa, eitthvað á bilinu 17-22ja ára, sem stóð fyrir aftan mig í röðinni, rétti mér peningaseðil. Ég þáði hann ekki, af því að þetta var ekkert mikilvægt, en þetta snart mig. Halda áfram að lesa
Greinasafn fyrir flokkinn: Allt efni
Röksnillingur
https://www.facebook.com/eva.hauksdottir.norn.is/posts/10154185139662963
Enn eitt hryðjuverkið
Þetta með frjálsa og opna samfélagið: Kannski væri vert að velta því fyrir sér hvort það skipti einhverju máli í þessu sambandi hvort flóttamenn eiga kost á að lifa í „frjálsu og opnu samfélagi“. Neinei, ég er ekki að réttlæta voðaverk en glæpir eru að nokkru leyti afleiðing af hræðilegum aðstæðum og það er hægt að draga úr hættunni með því að gera fleira fólki fært að njóta frelsis. Það er hinsvegar ekki hægt með því að loka landamærum.
Í rauninni ekki …
Ástandið er semsagt ekki mjög slæmt þegar þarf að vista sjúklinga á göngum og í geymslum. Hvenær er það þá mjög slæmt? Þegar þarf að vista þá í bílageymslum og á klósettum? Þegar þarf að vista þá í kæli mötuneytisins? Verður ástandið á Lansanum kannski aldrei mjög slæmt?
Reyndar hefur mannvitsbrekka nokkur útskýrt að þetta sé bara leiksýning. Starfsmenn Landspítalans og sjúklingar eru með í samsærinu. Hvaða sjúkrahús „á svæðinu“ hafa annars svona góðar aðstæður til að taka við fleiri sjúklingum og af hverju hefur maður ekkert heyrt um það fyrr? Eru þau með í samsærinu líka?
Sósan
Hvar nema á Íslandi getur maður keypt ost sem hefur þann eiginleika að ef maður setur bita af honum í sósuna, verður potturinn eins og maður hafi brætt í honum uppþvottahanska?
Ég lendi bara ekkert í þessu í Glasgow, hvort sem ég er með mikinn eða lítinn hita.
Skrópaþinglingur
Ég hef oft verið spurð hvort mér hafi aldrei dottið í hug að bjóða mig fram til þingsetu. Fyrir utan efasemdir mínar um ágæti þessarar stofnunar gæti ég ekki hugsað mér að eyða meirihluta dagsins í fundasetur. En fyrst þingmenn þurfa ekkert að mæta í vinnuna þá ætti ég kannski að íhuga það? Hversu léleg þarf mætingin að vera til þess að skrópagemlingar á þingi þurfi að gefa fjölmiðlum skýringar?
Rányrkja til forna
Ragnar minnist hér m.a. á þá sérstöðu Íslands, að hafa reynt að sporna við ofnýtingu auðlinda, strax á Grágásartímanum.
Þeir sem vilja kynna sér forsögu þess, ættu að lesa hina bráðskemmtilegu bók Bergsveins Birgissonar; Leitin að svarta víkingum. Bergsveinn segir m.a. frá fyrsta eignarnámi Íslandssögunnar og setur fram þá áhugaverðu kenningu að það eignarnám hafi verið viðbrögð við yfirgangi fyrsta kapítalistans á Íslandi sem lagði undir sig ákveðna auðlind og gekk svo hart fram í rányrkjunni að varanlegur skaði hlaust af. Við erum síst komin af norrænum sjóræningjum en mun fremur af útrásarvíkingum, flóttamönnum og þrælum.