-Þegar ég sá þig fyrst hugsaði ég með mér að þú værir engin norn. En nú veit ég ekki hvað ég á eiginlega að halda, sagði Salvíumaðurinn þegar hann kvaddi.
Hvað hann átti við með því veit ég ekki. Kannski var kaffið kynngimagnað. Ég gaf honum kaffibolla en við áttum engin frekari samskipti. Ég fann ekkert að honum sem er kannski merkilegt út af fyrir sig. Yfirleitt er ég fljót að finna lúsersflötinn á annars æðislegum manni.