-Hæ?
-Já ég er vöknuð. Góðan dag.
-Ertu búin að taka eftir því að ég svaf hjá þér?
-Svafstu eitthvað, eða lástu bara og horfðir á mig slefa á koddann?
-Ég svaf. Steinsvaf. Og vaknaði hjá þér. Beittirðu einhverskonar galdri?
-Ég held að yfirleitt sé það nú ekki kallað galdur en ef það virkar þá er ég sátt.
-Fokk já. Það virkar.
-Þá vitum við hvað við þurfum að gera næst.
-Ég gæti lifað með því Eva. Ég gæti algjörlega lifað með því.
-Ég held að ég verði að kyssa þig þótt ég sé úldinn.
-Ég gæti lifað með því.
-Af því að þú ert slæða.
-Nú, kyssir maður slæður?
-Svona næstum gegnsæ en samt svo hál að maður nær ekki almennilega taki á þér. Ekki nema binda á þig hnút. Þannig að kossinn er eina takið sem ég hef á þér svo ég þarf augsýnilega að kyssa þig.
-Það er náttúrulega deginum ljósara.
Hamingjan er sennilega til í mörgum bragðtegundum. Ég veit allavega að ein þeirra er svolítið nývöknuð.
——————————-
sæl og gamann að hitta á þína síðu hér 🙂 ég vonast til að lesa meira hér og oftar 🙂
Posted by: Kalli | 4.03.2007 | 14:46:22