Barnagæla handa kjósendum

Syndir hún og syndir hún í sjónum.
Með Sennileika, Von og Trú
Öllu í fína og Ælovjú
og hinum fögru fiskunum
sem feitir hafna á diskunum
hjá ráðherrum og rónum,
flokksdindlum og dónum.

Röndóttum sveiflar hún halanum
í taktleysu á tilfinningaskalanum.
Heimsk og hál,
heimsk og hál
með ískalt blóð og enga sál
deyr hún ef þú dregur hana að landi.

Fullvissan er fögur branda
Fíflar þá sem henni landa,
gagnrýninni fljót að granda,
vanda-Vanda
gættu þinna handa,
ekki halda að útrétt hönd
sé ávísun á tryggðabönd.

Þeim farnast best sem sjálfir reyna
ermar upp að bretta.
Láttu ekki lítið högg
á litla lófann detta.