KVETCH

Ég hitti fortíðardrauginn aftur í kvöld og við fórum í Borgarleikhúsið og sáum KVETCH. Tilviljun? Ég held ekki. Geðsjúklingar og trúaðir sjá merkingartengsl í nánast öllum atburðum, hversu ómerkilegir sem þeir eru. Allt sem gerist felur í sér dýpri merkingu; endurspeglun á veruleikanum eða skilaboð, ýmist frá öðru fólki eða æðri máttarvöldum. Ég er hvorki trúuð né geðbiluð (þó sennilega ívið nær því) en ég sé svona merkingartengsl líka. Munurinn er sá að ég kýs að gera það. Mér finnst það einfaldlega flott. Halda áfram að lesa

Hættur farinn?

Ofbauð þér? Er það þessvegna sem þú lést þig hverfa? Fannst þér ég ganga of langt? Well, I never promised you a rose-garden. Nú skal ég segja þér dálítið og þú ættir að lesa þetta tvisvar og taka glósur, ví að lífið er ekki stór, mjúkur bómullarhnoðri og þú gætir orðið fyrir einhverju svipuðu aftur. Halda áfram að lesa