Og þá veit ég loksins hvað það var nákvæmlega sem gerðist. Sagan er trúverðug. Sennilega sönn. Atvikið er í sjálfu sér léttvægt. Geðshræringin sem skapaðist í kringum þig vegna þess á sér dýpri rætur, eins og þú reyndar veist. Halda áfram að lesa
Greinasafn eftir:
KVETCH
Ég hitti fortíðardrauginn aftur í kvöld og við fórum í Borgarleikhúsið og sáum KVETCH. Tilviljun? Ég held ekki. Geðsjúklingar og trúaðir sjá merkingartengsl í nánast öllum atburðum, hversu ómerkilegir sem þeir eru. Allt sem gerist felur í sér dýpri merkingu; endurspeglun á veruleikanum eða skilaboð, ýmist frá öðru fólki eða æðri máttarvöldum. Ég er hvorki trúuð né geðbiluð (þó sennilega ívið nær því) en ég sé svona merkingartengsl líka. Munurinn er sá að ég kýs að gera það. Mér finnst það einfaldlega flott. Halda áfram að lesa
Stefnumót við fortíðardraug
-Ég hélt að þú hefðir trúað mér. Hélt að þú hefðir notað þessar ásakanir sem átyllu til að slíta tengslum við mig. Ég er ósáttur við það. Finnst sárt að þú trúir mér ekki og svo hef ég saknað þín. Halda áfram að lesa
Hugrenning um fortíðardrauga
Fékk tölvupóst frá fortíðardraug sem telur sig eiga eitthvað ósagt. Hef ekki talað við hann í 9-10 ár. Það er ekki oft sem ég frysti fólk og ekki nema viðkomandi hafi gengið svo gjörsamlega fram af mér að ég flokka hann ekki lengur sem manneskju. Halda áfram að lesa
Skjálfti 2
Eitt kvöldið ræðst Hryllingurinn bakdyramegin inn í líf manns og það eina sem maður getur mögulega gert í málinu er að loka augunum og lifa af til morguns. Halda áfram að lesa
Skjálfti
-Þetta þarna um daginn, þegar þú varðst svona undirfurðuleg; af hverju sagðirðu mér ekki bara hvað þú varst að hugsa? Þú ættir að vita að þú getur komið hreint fram við mig.
-Þú hefðir ekki neitað og það hefði endað í rúminu. Halda áfram að lesa
Hættur farinn?
Ofbauð þér? Er það þessvegna sem þú lést þig hverfa? Fannst þér ég ganga of langt? Well, I never promised you a rose-garden. Nú skal ég segja þér dálítið og þú ættir að lesa þetta tvisvar og taka glósur, ví að lífið er ekki stór, mjúkur bómullarhnoðri og þú gætir orðið fyrir einhverju svipuðu aftur. Halda áfram að lesa