Komst að því í dag hversvegna er skynsamlegt að loka kettina frammi í þvottahúsi á meðan maður býr til rjómarönd. Ég hefði sko þurft að gera það áður en ég byrjaði að þeyta rjómann. Um leið og ég náði annarri til að henda henni fram, var hin komin upp á borð. Samvinnuóþekkt semsagt. Halda áfram að lesa
Greinasafn eftir:
Norna
Ég á kisu sem telur líklegt að panódil sé hið mesta hnossgæti, en var stöðvuð áður en henni tókst að smakka. Hún er ekkert skárri en ungbarn, er algengt að ungir kettir smakki á hreinlega öllu? Halda áfram að lesa
jóla
Skreytti jólatré og komst að því hversvegna nágrannarnir vildu endilega miða tímasetninguna við að Eva gæti verið með. Það er af því að enginn annar í götunni er nógu ungur til að klifra upp í stiga. Fékk kaffi og eplaskífur á eftir. Notalegt fólk.
jólaskreyta
Ekkert smá spennt yfir því að fá að leika nýja, rosalega velkomna í hverfið- nágrannann á morgun. Skreyta jólatré með hinu fólkinu í götunni (ég skal veðja að þau setja Dannebrog á toppinn) og svo eitthvað svona nágrannakaffi og taumlaus hverfishamingja.
Glæpapakk
Ég hef sofið óvært nokkuð lengi en held svei mér þá að ég sé búin að finna lausn. Ég fékk lánaða sæng sem er ætluð taugaveikluðu og órólegu fólki. Ég sá svona sæng fyrst á elliheimilinu hjá konu sem er mjög ör og óróleg en hefur sofið betur eftir að hún fékk sængina. Halda áfram að lesa
Leynivinalögga?
Getur verið að sé leynivinaleikur í gangi hjá löggunni á Akureyri? Undanfarið hafa komið mjög margar flettingar þaðan á þessa gömlu færslu. Langflestar flettingar frá tmd eru á færslur þar sem ég tjái mig um heilaþvottinn og hundsháttinn sem lögregluþjónar þurfa að undirgangast til að geta sinnt starfinu eins og til er ætlast svo þetta stingur dálítið í stúf. Halda áfram að lesa
Smá um galdur
Mér leiðist. Fæ þau skilaboð frá Fésverjum að ég eigi bara að galdra eitthvað jákvætt.
Galdur getur ekki gert neikvætt ástand jákvætt. Hinsvegar er hægt að horfa á neikvæða stöðu með jákvæðu hugarfari, þ.e.a.s. að finna út hvernig maður getur nýtt erfiðleikana þannig að niðurstaðan verði jákvæð eða glímt við þá á jákvæðan hátt. Þar geta galdrar vissulega hjálpað en fyrsta skrefið er nú bara að brúka það sem maður hefur á milli eyrnanna. Halda áfram að lesa