Húsið

Maðurinn er eins og húsið hans segir Húsasmiðurinn.

Til að hægt væri að koma reiðu á risið þurfi að opna það upp á gátt, rífa gluggann úr og bera ruslið út og almennilegt stöff inn. Og nauðsynlegt að gera þetta allt saman með opnum huga. Næst voru brotnir veggir á miðhæðinni, hjarta hússins. Svo þurfti að moka gömlum skít út úr kjallaranum. Halda áfram að lesa

Hæ hó jibbýjei

Vörður laganna er loksins búinn að vígja hátíðabúninginn. Hann tók þriðjudaginn í að máta gallann, prófa flautuna og ákveða nákvæma staðsetningu húfunnar með hallamáli og gráðuboga. Generalprufan var í gær en þá æfði hann sig í að marsera yfir eldhússgólfið með húfu, flautu og allt galleríið. Hann er orðinn svo þjálfaður í Gestapósvipnum að ég hugsa að hann vinni keppnina „Bjartasta von sérsveitarinnar“ sem Björn Bjarnason mun auglýsa á næstunni. Halda áfram að lesa