Treysti ég þér ekki segirðu? Kannski er það rétt. Kannski treysti ég engum neitt sérstaklega. Enda ekki ástæða til. Og kemur ekki að sök því ég er ekki varnarlaust barn og þarf þ.a.l. engum að treysta. Halda áfram að lesa
Greinasafn eftir:
Húsið
Maðurinn er eins og húsið hans segir Húsasmiðurinn.
Til að hægt væri að koma reiðu á risið þurfi að opna það upp á gátt, rífa gluggann úr og bera ruslið út og almennilegt stöff inn. Og nauðsynlegt að gera þetta allt saman með opnum huga. Næst voru brotnir veggir á miðhæðinni, hjarta hússins. Svo þurfti að moka gömlum skít út úr kjallaranum. Halda áfram að lesa
Er andi í húsinu?
Ég held að ég sé ekkert sérstaklega andleg. Allavega næ ég engu sambandi við þennan anda sem spúsi minn heldur fram að sé í húsinu. Ég fann vissulega fyrir einhverjum sérstökum anda þar áður en hann flutti til mín. Eftir það hef ég aldrei fundið fyrir þessum ákveðna anda í húsinu. Halda áfram að lesa
Hæ hó jibbýjei
Vörður laganna er loksins búinn að vígja hátíðabúninginn. Hann tók þriðjudaginn í að máta gallann, prófa flautuna og ákveða nákvæma staðsetningu húfunnar með hallamáli og gráðuboga. Generalprufan var í gær en þá æfði hann sig í að marsera yfir eldhússgólfið með húfu, flautu og allt galleríið. Hann er orðinn svo þjálfaður í Gestapósvipnum að ég hugsa að hann vinni keppnina „Bjartasta von sérsveitarinnar“ sem Björn Bjarnason mun auglýsa á næstunni. Halda áfram að lesa
Meira af ferðalangnum
Og þarna þrammaði hann meðfram Gullinbrúnni, í hettupeysu og hermannajakka með húfuna niður fyrir augnbrúnir (sem þó voru ærið signar) grár fyrir járnum í sólskininu. Ég benti honum á að hann væri reyndar alls ekki á leið í Mosfellsbæinn, heldur upp í Grafarvog. Halda áfram að lesa
Strok
Halldór nokkur var að hringja í mig frá lögreglunni í Reykjavík. Hann sagði að lögreglan hefði nokkrum mínútum fyrr, fengið tilkynningu um að ungur piltur, vopnaður riffli, sæti í strætóskýli uppi á Norðhöfða. Halda áfram að lesa
Pallasmíð
Við keyptum húsið sem Hollendingurinn fljúgandi bjó í áður en hann flutti til mín og nú erum við að gera það upp. Halda áfram að lesa