Í fótnum

Júlíus: Er Stulli keyrður?
Jói: Nei, hann fer ekki til vinnu í dag, útaf hann hefur vont í sínu beini.
Frænka: Honum er illt í fætinum.
Jói: Nú? Ég hélt hann hefði bara vont í einum fótnum. Hefur hann vont í tvem?

Gott eða rétt?

Bjartur er á leið til Noregs um mánaðamótin og mér líkar það stórilla,
-Fjöll og sjór? Ætlarðu virkilega að skipta á svoleiðis klisjum og rauðu trjánum í Beykiskógi og gulum ökrum? Ætlaðu að flytja til dýrasta lands í heimi til að vinna fyrir skítalaunum þegar þú býrð nú þegar þar sem bjórinn drýpur af hverju strái? Og svona að fjöllum og háu verðlagi undanskildu, hvað í rassgati færðu þá í Noregi sem þú getur ekki fengið hér? sagði ég gremjulega. Halda áfram að lesa

Engir garðar á Íslandi?

Ég bý í parhúsi við einkar snyrtilega götu. Íbúðirnar voru upphaflega ætlaðar öldruðum og ég er eini íbúi götunnar sem ekki er ellilífeyrisþegi. Einstök heppni að hafa fengið þessa íbúð sem er bæði fallegri og betur einangruð en gengur og gerist. Nágrannar mínir eru indælt fólk og alveg rosalega duglegir að taka til í görðunum hjá sér. Halda áfram að lesa

Ísdanska

Frænka: Jói minn, ætlar vinur þinn að borða með okkur?
Jói: Nei, hann verður bráðum náður í af pabba sínum.

Frænka: Viljiði hafa rauðuna lina eða á ég að steikja eggin báðum megin?
Dana: Hanne vill gjarnan hafa það snúið.
Jói: Ég vil ekki ost á mitt brauð og ég átti að spyrja hvis þú getur leggjað enga kartöflu á Atlas disk.

Stuttu síðar þegar við sitjum við matborðið fær Bjartur hóstakast.
Júlíus: Hefur þú vont í hálsinum Bjartur?
Hulla: Bjartur minn, ég er búin að segja þér að fólk á að hvíla sig þegar það er þreytt og fara til læknis þegar það er veikt. Ég er viss um að ef þú að leyfir mér að stjórna þér í hálfan mánuð þá færðu það betur.

Reiðhjólapumpa

-Neinei, ekki láta mig fá pening fyrir þessu, sagði Bjartur.
-Nú? Þætti þér huggulegt af mér að biðja þig að kaupa bjór fyrir mig en borga hann svo ekki? sagði ég.
-Þetta er allt í lagi.
-Jájá, allt í himnalagi en ég ætla nú samt að borga þennan bjórkassa.
-Neinei, ég gef þér hann bara í tilefni dagsins. Halda áfram að lesa