Uppeldishlutverki mínu er formlega lokið. Ég reikna með að viðhalda móðurlegri afskiptasemi minni á meðan drengirnir (sem eru ekki lengur drengir heldur piltar) búa heima en frá og með deginum í dag á ég ekki börn, heldur uppkomna syni. Halda áfram að lesa
Greinasafn eftir:
Meladrama
Ég hef áhyggjur af henni Önnu minni. Hún er ekki alveg með sjálfri sér þessa dagana enda ekki við því að búast. Ég hugsa að fáar konur kæmust í gegnum annan eins ástarþríhyrning án þess að fara yfir um. Halda áfram að lesa
Jæja
Ný viðskiptahugmynd
Í dag kom ungur maður inn í búð til mín, 10 eða 12 ára kotroskinn og keikur. Hann stakk að mér viðskiptahugmynd sem ekki hefur brugðið fyrir í mínum villtustu fantasíum.
-Þessi búð þyrfti að vera stærri, sagði aðdándinn ungi og ég samsinnti því og sagði honum að það kæmi vel til greina að færa út kvíarnar í fyllingu tímans ef ég fyndi hentugt húsnæði.
-Þetta sagðirðu nú líka þegar við komum að kaupa jólagjafir, svaraði hann einbeittur og horfði beint í augun á mér. Mér leið eins og væru fjögur ár síðan hann kom hingað með mömmu sinni upp úr miðjum desember og að ég hefði verið staðin að því að svíkja kosningaloforð. Ég tautaði eitthvað um að það tæki tíma að safna peningum og finna rétt húsnæði, mér til afsökunar en fékk þá viðskiptahugmynd aldarinnar á silfurfati.
-Ég veit sko nefnilega um hús sem þú getur fengið, sagði hann íbygginn.
-Nú, er það hér í nágrenninu? spurði ég.
-Það er svolítið langt frá. Veistu hvar IKEA var áður?
Jújú, ég vissi það svosem.
-Það hús er sko laust. Þú getur áreiðanlega fengið það, sagði minn með sannfæringu.
Og nú er ég auðvitað á fullu að skipuleggja. Ég hugsa að ég setji reykelsin í sófadeildina og alla 60 stokkana af tarotspilum í svefnherbergisálmuna. Krákuvængirnir geta bara verið í Boltalandi. Ég á hvort sem er ekki nema tvo. Ég fæ allavega nóg pláss til að bæta við smá fatnaði og bókum. Staðsetningin er líka brilliant. Ég meina, sjáiði ekki fyrir ykkur föstudagsinnkaupin. Rúmfatalagerinn; tvö viskustykki og fimm herðatré, Bónus; helgarsteik, Cheerios, appelsínusafi og fleira, Ríkið, ein kippa af bjór og ein hvítvínsflaska, Nornabúðin; ein girndarrún, nokkrir stokkar af spáspilum, barnakrem, einn pakki af brenninetlu, slatti af rjúpnalöppum, tvær skuldafælur og eitt hreindýrshorn … Allt það nauðsynlegasta á einum stað.
Úr Byrginu í Krossinn
Stundum á táknmál orðtaka og málshátta fáránlega vel við. Byrgið í sálrænum og trúarlegum skilningi brunnið til ösku en í Krossinum brennur eldur trúarinnar sem aldrei fyrr.
Guðjón Byrgisson, Guðný Byrgisdóttir…
Það lítur út fyrir að heil kynslóð Byrgisbarna vaxi úr grasi á næstu árum.
Án þess að ég ætli að afsaka dónakallinn; hafa þessar konur aldrei heyrt um getnaðarvarnir? Eða var hugmyndin að ala upp nýja þjóð sem er runnin af hans blessaða sæði?
Gullkorn af einkamal.is
Það er greinilega alveg málið að blokkera bara stíft. Ég fæ næstum engan póst á e-m lengur, kannski 2-3 skeyti á dag en er komin með 13 manna úrtak á msn og þeir virðast allir prýðismenn. Hef hitt 5 og það var bara sá fyrsti sem reyndist augljóslega fáviti. Halda áfram að lesa
