-Eva, finnst þér heimska vera vandamál í heiminum? spurði Drengurinn sem fyllir æðar mínar af Endorfíni.
-Já yndið mitt, svaraði ég.
-Af hverju?
-Af því að helmingur mannkynsins er heimskur og heimskt fólk tekur óheppilegar ákvarðanir. Jafnvel gáfað fólk tekur oft heimskulegar ákvarðanir svo þú getur rétt ímyndað þér hvað heimska skapar mörg vandamál.
Halda áfram að lesa
Greinasafn eftir:
Ojæja
Smá umfjöllun um Palestínudvöl Hauks á stöð 2 í gær.
Ég er dálítið svekkt yfir áherslunni í fréttinni. Þetta hefði verið kjörið tækifæri til að fjalla um þjóðarmorðið sem verið er að fremja með blessun og aðstoð Íslendinga. En almenningur hefur svosem aldrei haft áhuga á þeim hörmungum sem við berum ábyrgð á og fréttir eru auðvitað ekkert annað en söluvara.
Neyðarúrræði
Um 16 ára aldur var mér orðið ljóst að fólk gerir nákvæmlega það sem því bara sýnist. Sumt af því er sjúkt, rangt og heimskulegt, hreint ekki Gvuði þóknanlegt, hvað þá mér. Ég hef semsagt vitað það nokkuð lengi að ég get ekki stjórnað heiminum og ekki einu sinni þeim sem eru mér nánastir. Ég hef aldrei verið fullkomlega sátt við þá staðreynd. Halda áfram að lesa
Klassinn
-Mér finnst ekkert siðferðilega rangt að hata þetta pakk. Það bara skekkir sjálfsmynd mína. Ég er nefnilega ákaflega rökvís og það er ekki rökrétt að sóa orku í tilgangslausa geðshræringu yfir óumbeðnum fréttum af fólki sem kemur manni ekki lengur við. Ég er samt reiðust yfir því að hafa keypt helvítis lygina. Trúað því að það væri eitthvað mikið og óviðráðanlegt að, þegar það var í rauninni ekkert annað en helvítis dóp. Mér finnst sjálfsblekking ekki smart og ég hafði allar forsendur til að sjá í gegnum þetta.
-Ég er ennþá á því að þú ættir að gefa Al Anon séns, sagði hann, svo varfærnislega að ég fékk það ekki af mér að springa.
Ef til er aumingjakölt sem ég hef meiri viðbjóð á en AA samtökin, þá er það Al Anon. Samsafn vesalinga sem hafa valið sér að lifa við óþolandi ástand. Undirlægjur sem þykjast geta búið með ábyrgðarlausum kúgara án þess að taka ábyrgðina af honum, án þess að láta hann kúga sig. Bjóða börnunum sínum upp á stöðugt rugl líka. Lítil reisn yfir því, verð ég að segja.
Ég segi það enn og aftur; mér finnst sjálfsblekking ekki smart. Verst að enginn hefur nokkurntíma lofað mér því að það væri eitthvað sérstaklega auðvelt að halda klassanum.
Loksins!
Byltingin er kominn í bæinn ásamt sinni elskulegu.
Ég átti erfitt með að slíta faðmlagið en tilgangurinn helgar meðalið. Ég rak þau í bað.
Bara þó nokkuð gott
Ég held að ég sé búin að finna uppskriftina að vel heppnuðu djammi. Hún hljóðar svo:
Undirbúningur: Brauðsneið með hnetusmjöri, létt andlitsförðun.
Klæðnaður: Það sem hendi er næst (reyndar eftir að maður hefur komið því í verk að setja svitastokkinn æfingagalla í þvottakörfuna, það eru takmörk fyrir því hversu kærulaus maður getur verið um útganginn á sér) og skór sem hægt er að ganga á án þess að eiga á hættu að hálsbrjóta sig.
Félagsskapur: 1 skemmtileg kona og hugsanlega 1 stimamjúkur barþjónn. Aðrir karlmenn skulu hundsaðir, einkum og sér í lagi ef þeir eru drukknir, illa lyktandi og vilja sitja sem þéttast upp við mann og fræða mann um enska knattspyrnu.
Veitingar:1 léttvínsglas, 1 dísætur kokteill, 2 konfektmolar.
Staður: Reyklaus.
Tími: 21:30-00:05
Heimferðarmáti: 90 sekúndna ganga.
Það var milljón gaman og ef ég finn færri en 5 innsláttarvillur í þessari færslu í fyrramálið, þá er það til marks um að ég sé hæfilega full líka.
Er farin í rúmið. Líður svo vel að ég nenni ekki einu sinni að jesússa mig.
Perla
Litli leikarinn: Ég keypti mér tvenn kjólföt. Ein svört og ein hvít. Eiginlega ætti ég líka að fara í dekurnudd og fótsnyrtingu fyrir afhendinguna en ég held að ég láti það bíða þar til ég tek við verðlaununum í stað þess að afhenda þau.