Þorgerður Brák var ambátt Skalla-Gríms og fóstraði Egil sem barn. Hún hlaut viðurnefni sitt af verkfæri, gerðu úr hrútshorni, sem var notað til að elta skinn. Þetta verk heitir Elting og er minnismerki um Þorgerði Brák. Halda áfram að lesa
Greinasafn eftir:
Egill litli óþekki
Egill var ákaflega bráþroska en ódæll í meira lagi og á þessum tíma fengu óþæg börn hvorki greiningu né ritalín. Í dag yrði hann sennilega greindur með sértæka óþekktarröskun. Halda áfram að lesa
Uppruni Egils
Egill var kominn af hamhleypum. Að minnsta kosti er það sagt um Kveld-Úlf afa hans að hann hafi verið hamrammur. Á kvöldin varð hann svo geðillur að engu tauti var við hann komandi og hann á að hafa verið kvöldsvæfur, sem gæti bent til þess að á meðan líkami hans lá sofandi hafi hann sjálfur gengið um í úlfshami. Halda áfram að lesa
Borgarnes
Úr Reykjavík var haldið og Hulla sem spáði töluvert betra veðri en Veðurstofan, sat með sólgleraugu í bílnum þótt ekki sæi til sólar. En ef trúin getur flutt fjöll getur hún líka flutt skýin og þegar við nálguðumst Borgarnes var veðrið orðið eins og að sumri. Á þessum fallega stað rétt fyrir neðan Borgarnes lögðum við bílnum. Halda áfram að lesa
Sigling með Lunda RE 20
Fyrsta stopp var við Reykjavíkurhöfn. Þaðan fórum við með gamla eikarbátnum Lunda RE 20 í siglingu út fyrir Reykjavík og skoðuðum fuglalífið í eyjunum. Fjölskylda Birgittu rekur þjónustu fyrir ferðamenn, þ.m.t. þennan bát og þau voru svo yndisleg að bjóða okkur í þessa ferð. Myndin er fengin af vefsíðu fyrirtækisins. Halda áfram að lesa
Lagt af stað í óvissuferð
Þar sem pabbi þekkir nánast hverja þúfu á þessu landi er kannski fullmikil bjartsýni að tala um „óvissuferð“ innanlands en reyndar tókst okkur að koma honum nokkuð á óvart í upphafi ferðar. Pabbi vissi nefnilega ekki að Hulla kæmi með. Halda áfram að lesa
Ó, pabbi minn
Þetta vefsvæði á norn.is er tileinkað elskulegum föður mínum, Hauki Geirssyni, sem án nokkurs vafa er besti pabbi í heimi. Hann var yndislegur pabbi þegar við vorum litlar, alltaf sanngjarn, alltaf rólegur, yfirvegaður og skapgóður og gaf okkur allan þann tíma, ást og umhyggju sem við þurftum. Halda áfram að lesa