Dagurinn leið hratt og við vorum ekki komin að Grímsstöðum fyrr en rétt fyrir kl 8 um kvöldið. (Við komum við í Borgarnesi og keyptum ísmola o.fl. og hittum þar hana Eygljó frænku okkar en tókum því miður engan mynd.) Halda áfram að lesa
Greinasafn eftir:
Reykholtshringurinn
Frá Reykholti héldum við að Hraunfossum og Barnafossi. Pabbi hafði auðvitað komið þangað áður en hvaða máli skiptir það í góðu veðri?
Hraunfossar
Meira frá Reykholti
Höskuldargerði
Rétt hjá Snorrastofu er Höskuldargerði. Það er hrossarétt sem var reist til heiðurs einhverjum hestamanni sem hét Höskuldur frá Hofi og tengist Sturlungum varla neitt, a.m.k. ekki Sturlungasögu. Halda áfram að lesa
Snorralaug
Myndin er af Wikimedia Commons
Heiti potturinn hans Snorra er rétt hjá Snorrastofu. Eftirfarandi umfjöllum er tekin beint héðan en stytt lítillega: Halda áfram að lesa
Þegar hnígur húm að Þorra
Hannes Hafstein orti skemmtilegt kvæði um Snorra sem er til í flutningi 14 Fóstbræðra. Mér finnst Megas nú reyndar betri en ég efast um að pabbi sé mér sammála.
Á slóðum Snorra
Frá Borgarnesi lá leiðin í Reykholt á slóðir Snorra Stulusonar.Reyndar var spáð góðu veðri í nágrenni Reykholts en þetta varð betra en við áttum von á. Nema auðvitað Hulla, hún efast aldrei um að hún fái það veður sem hún pantar. Halda áfram að lesa
Skallagrímsgarður
Skallagrímsgarður er lítill en mjög fallegur. Það var reyndar ekki mikið pláss í honum því þar lá kona í sólbaði þar og hún fyllti næstum út í garðinn. Við kunnum ekki við að taka mynd af henni.
Skallagrímsgarður. Myndin er af vefsíðu Markaðsstofu Vesturlands