Daglegt líf í Palestínu

Má til að benda á þetta myndband sem ég sá hjá Sigga Hólm. Kannski snertir þetta myndband mig dýpra en ella af því að Haukur var í Tel Rumeida.Það eru einmitt svona hlutir sem rata ekki í fréttir og þessvegna erum við svo firrt. Við fáum fréttir af tölu látinna og særðra en lítið annað. Ég get ekki einu sinni ímyndað mér hvernig það er að búa við þennan veruleika.

Leg

Það vantar hvorki í mig kvenlegurnar né kynlegurnar. Duglegurnar eru hinsvegar eitthvað að ryðga.

Atvinnumótmælendur

Ég hef nú svosem ekki komist yfir að lesa allt það sem bloggað hefur verið um aðgerðir trukkakalla að undanförnu. Það má því vel vera að margur bloggarinn hafi tekið upp frasann; þarf þetta ekkert að vinna? en ég hef allavega ekki séð það enn.

Endurskilgreint

Forsætisráðherra hefur víkkað skilning minn á orðinu ofbeldi. Við erum að tala um forsætisráðherra, hvers ríkisstjórn sér enga sérstaka ástsæðu til að gera athugasemdir við manndráp og pyndingar í öðrum löndum svo fremi sem það eru stjórnvöld sem skipuleggja slíkt og framfylgja.

Að kunna að skammast sín

Ég var að hlusta á þetta viðtal fyrst núna. Ég hef aldrei verið sérlega hrifin af þeirri öfgafrjálshyggju sem Hannes Hólmsteinn hefur boðað en ég dáist virkilega að viðbrögðum hans við þessu heimildamáli. Það er svolítið vanmetinn hæfileiki að kunna að skammast sín. Mér finnst Hannes sýna þann hæfileika og virði hann meira fyrir vikið.

Bara læti!

Allt að verða vitlaust?

Þessir atburðir minna mig á fjölmiðlafrumvarpið. Fremur ómerkilegt mál var til þess að sauð upp úr og sögulegur atburður átti sér stað. Mér fannst alltaf frekar súrt að fjölmiðlafrumvarpið af öllum málum yrði til þess að forsetinn beitti neitunarvaldinu. Á hinn bóginn fannst mér frábært að fá þessa staðfestingu á því að neitunarvaldið væri virkt.

Grímuball í Tíbet

Hér má sjá tíbeska lögreglumenn undirbúa sig fyrir grímuball. Eða eru þetta hryðjuverkamunkar sem eru búnir að drepa löggurnar og stela búningunum þeirra?