Afsakið mig meðan ég æli

Framsóknarflokkurinn ætlar að taka að sér að ‘leiðbeina’ nýrri ríkisstjórn. Og Samfylkingin og Vinstri græn samþykkja bara að taka leiðbeiningum frá öðrum af þeim tveimur flokkum sem sáu um að gera þjóðina gjaldþrota. Ruglið er botnlaust.

mbl.is Framsókn ver nýja stjórn

Framsóknarfnykur

Mig langar að vekja athygli á þessu. Já og kannski bara í leiðinni á þessu. Bara það eitt út af fyrir sig að þessi lúðalegi smáflokkur skul alltaf vera í lykilstöðu, er næg ástæða til að stokka flokkakerfið upp.

Hann er hinsvegar þokkalega loðinn um lófana þessi ímyndarreddari Framsóknar og von að spurningar vakni um það hvort auðmenn eigi að fá að stjórna landinu öllu lengur.

mbl.is Stjórn mynduð í dag eða á morgun
 

Framsóknarstjórn

Þau ætla semsagt að sætta sig við öll skilyrði Framsóknar. Framsókn getur líka hvenær sem er neitað að styðja ákvarðanir nýrrar ríkisstjórnar og haldið henni þannig í herljargreipum. Sem þýðir að í raun verður það Framsóknarflokkurinn sem fer með völdin.

mbl.is Stjórnin mynduð á morgun

Polibitch

Plott að hætti Framsóknar.

Framsóknarflokkurinn + Samfylking með stuðningi Sjálfstæðisflokks?

Eða Framsókn + Sjálfstæðisflokkur?

Er nokkur furða þótt fólk hafi misst trúna á flokkakerfið?

mbl.is Telur forsendur fyrir stjórn

Bankanum þínum er sama um þig

Ætli umboðsmaður viðskiptavina geti reddað mér 280 milljarða láni? Til að gæta þeirrar sanngirni að allir viðskiptavinir fái jafn góða þjónustu?

Ég vona að fólk kaupi ekki þessa ímyndaruppálöppun. Bankinn hefur engan áhuga á velferð viðskiptavina nema rétt á meðan hann getur grætt á okkur. Eina rökrétta svarið við skíthælshætti bankanna er að hætta að borga. Þá hrynur kerfið og við getum hafist handa við að byggja nýjan grunn fyrir nýtt samfélag.

mbl.is Kaupþing ræður umboðsmann viðskiptavina

Flottur gjörningur

Elska allt svona. Elska sérstaklega þegar fólk gerir hlutina bara sjálft án þess að bíða eftir fjöldaaðgerðum.

Fólk er endalaust að koma að máli við mig og kynna einhverjar sniðugar hugmyndir að pólitískum aðgerðum. Fæstir framkvæma þær hinsvegar. Ætlast fólk virkilega til þess að ÉG sjái um að ýta hugmyndum þess í framkvæmd? Í öllum hamingjunnar bænum, ef þið hafið hugmyndir, ekki segja mér þær, framkvæmið þær bara.

mbl.is Krónugjörningur við seðlabankann