Greinasafn eftir:
Fyrirgefðu
Beggi bróðir minn var að gefa út lag. Maggi Magg pródúseraði og Arnfinnur Rúnar gerði myndbandið.
Beggi er söngvari hljómsveitarinnar Shadow Parade en hefur ekki gefið út lag undir eigin nafni áður. Hann býr yfrir ofgnótt vannýttra hæfileika og á helling af góðum lögum sem hann hefur enn ekki komið út. Ég vona að þetta sé bara byrjunin.
Mun ritstjórnarstefna Sykurbergs hafa áhrif á bloggið?
Samkvæmt þessu ætlar FB að fara að takmarka hversu mikið við sjáum af efni frá fréttamiðlum. Það sama hlýtur þá að gilda um bloggfærslur sem við deilum. Halda áfram að lesa
Áramótaheitið
Ég hef alveg staðið við að taka myndir en þær eru allar ömurlegar og mig langar ekki að birta þær. Lét mig hafa það fyrstu dagana af því að ég hélt að ég þyrfti bara að læra á vélina og ætlaði ekki að finna mér neina afsökun. En það er ekki ég sem er vonlaus. Borghildur kom í gær og sannreyndi að það er myndavélin sem er drasl. Við erum að fara heim í dag og þar er betri sími með myndavél sem er örugglega töluvert betri. Það er reyndar frekar fúlt að alla daga það sem af er árinu hef ég haft eitthvert tilefni til að mynda og má búast við að það verði heldur minna um hopp og hí á næstu vikum en ég verð þá bara að taka myndir af Einari.
Þrettándaboðið
Ég ætti kannski að strengja fleiri áramótaheit. T.d. að finna mér heppilegri hárgreiðslu á þessu ári. Þetta lítur ekki nærri eins illa út í spegli og á mynd en ég trúi myndinni. Sýnist á öllu að nefið líti út fyrir að vera ennþá stærra ef maður tekur myndina neðan frá. Halda áfram að lesa
Boð hjá Áslaugu og Ragnari
Eins og sjá má er ég ekki búin að læra á símann en þetta var gott kvöld
Fullt tungl
Fyrsta fulla tungl ársins
Ég er byrjuð að efna áramótaheitið en kann ekki á símann. Það hlýtur að koma. Halda áfram að lesa