-Sjáðu hvað ég fann innst í eldhússskápnum! sagði ég, fagnandi.
-Nei sko, fannstu einn baukinn enn, sagði Eynar, það var mikil hamingja.
-Ég get sett baunirnar í þennan.
-Já en eru skáparnir ekki fullir af tómum döllum og baukum sem þú hefðir getað notað undir baunir?
-Jú en ég vil geyma þá.
-Nú? Af hverju?
-Svo sé hægt að setja eitthvað í þá. Halda áfram að lesa
Greinasafn eftir:
Gallaður kjóll
Ég skundaði götuna fast á hæla Eynari, náði andanum á meðan hann tvísté við gangbrautarljós en snaraðist svo á eftir honum þegar hann sá sér færi á að skjótast á milli vélhjóls og vörubíls. Á rauðu ljósi að sjálfsögðu. Halda áfram að lesa
Þannig sparar maður 3000 hitaeiningar
Af og til dett ég niður í megna óánægju með holdafar mitt. Ég hef verið í nánast sömu þyngd frá því ég var um tvítugt, rokkað um 1-2 kg, svo líklega segir þessi óánægja líklega meira um andlegt ástand mitt en líkamlegt.
Útreikningar
Kvíðvænlegt
Lúxusvandamál
Ég get ekki sagt að vandamálum mínum hafi fækkað við það að fara í sambúð og Eynar á eins og allt fólk við ákveðin vandamál að stríða. Vandamálin hafa samt breyst töluvert. Ég hef ekki lengur áhyggjur af því hvort ég frekar eigi að borða poppkorn í kvöld og pítubrauð annað kvöld eða öfugt, heldur hvort ég eigi að borða svínalund í kvöld og fara út að borða á morgun eða öfugt. Halda áfram að lesa
Ferð til Linlithgow

Í hópi stærðfræðinga í kastalanum. Eynar er svona á svipinn af því að hann þurfi að bíða í 30 sekúndur á meðan Serge smellti mynd af okkur. Leitt að Serge skuli ekki vera á myndinni.