Baukablæti

-Sjáðu hvað ég fann innst í eldhússskápnum! sagði ég, fagnandi.
-Nei sko, fannstu einn baukinn enn, sagði Eynar, það var mikil hamingja.
-Ég get sett baunirnar í þennan.
-Já en eru skáparnir ekki fullir af tómum döllum og baukum sem þú hefðir getað notað undir baunir?
-Jú en ég vil geyma þá.
-Nú? Af hverju?
-Svo sé hægt að setja eitthvað í þá. Halda áfram að lesa

Lúxusvandamál

Ég get ekki sagt að vandamálum mínum hafi fækkað við það að fara í sambúð og Eynar á eins og allt fólk við ákveðin vandamál að stríða. Vandamálin hafa samt breyst töluvert. Ég hef ekki lengur áhyggjur af því hvort ég frekar eigi að borða poppkorn í kvöld og pítubrauð annað kvöld eða öfugt, heldur hvort ég eigi að borða svínalund í kvöld og fara út að borða á morgun eða öfugt. Halda áfram að lesa