Það er ekki leiðinlegt að vera ég þessa dagana. Halda áfram að lesa
Það er ekki leiðinlegt að vera ég þessa dagana. Halda áfram að lesa
Ég uppgötvaði „kvöldmatarlausn“ á Malaga. Maður kallar bara afganga síðustu „tapas“ og þar með eru þeir orðnir fínn matur.
Komum til Malaga í dag. Erum búin að kíkja á miðbæinn. Göturnar eru flísalagðar og það kemur mér á óvart hvað þær eru hreinar og fínar. Þetta er algjör túristastaður. Veitingahús og minjagripabúðir allsstaðar.
Ég hef aldrei farið á hlýjan stað í skammdeginu fyrr en naut þess virkilega í dag að rölta um í 18 gráðu hita og það byrjar ekkert að skyggja fyrr en eftir kl 5. Það eru jólaskreytingar á öllum torgum og verður væntanlega búið að kveikja á þeim þegar við förum út að borða á eftir.
***
Borðaði dásamlegan skötusel utan dyra í hlýju myrkri, kom svo heim á hótel og uppgötvaði að Colbert Nation þættirnir eru aðgengilegir á Malaga. Líf mitt er fullkomið.
Það er mjög þægilegt að eiga maka sem stendur ekki í því að rökræða við trúaða. Sú kona sem býr við þann lúxus kemst upp með nánast hvaða sérvisku sem er bara með því að gefa henni trúarlegt yfirbragð. Halda áfram að lesa
Sko er gott orð. Það felur í sér tilraun til útskýringar, beiðni um að viðmælandinn horfi út frá ákveðnu sjónarmiði. Ekki bara að hann horfi og sjái það sama og maður sjálfur heldur að hann sko-ði málið. Halda áfram að lesa
Sama konan missir fimm sinnum heimili sitt í fellibyl. Sama parið vinnur fyrsta vinning í lottóinu fjórum sinnum. Sömu hjónin eignast þrenna þríbura. Halda áfram að lesa