Aftur á netið

Ég hef tekið mörg og löng netfrí í sumar. Við vorum tvær vikur í Úganda í apríl (já ég er ekki ennþá búin að skrifa allt sem ég ætla að skrifa um þá ferð.) Ég fór ekkert á netið á meðan. Svo vorum við tíu daga í Danmörku í maí og þá var netnotkun mín í algeru lágmarki. Erum líka búin að fara í Hrísey og ferðast innanlands og ég hef verið í algeru netfríi á meðan. Halda áfram að lesa

Ingó

Ef þú fengir fimm ár í viðbót við fulla heilsu, hvernig myndirðu nota þau? spurði ég. Ingó yppti öxlum. Ég myndi bara gera það sama og hingað til, sagði hann. Vera meira með fjölskyldunni. Taka myndir. Spila. Keyra mótorhjól. Vinna öll þessi verkefni sem ég hef talað um með þér og fleiri vinum. Og ferðast, ég væri virkilega til í að fá tækifæri til að ferðast meira. Já einmitt, bara meira af því sama. Þetta er gott líf. Halda áfram að lesa

Að syrgja með reisn

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Ég fann myndina á netinu, veit ekki hver tók hana

Birtan í mér stígur fram. Eigi skal gráta, heldur safna liði og hefna, hvæsir hún upp í rauðflekkótt andlitið á mér. Já væri það nú bara í boði. En við erum ekki að tala um neinn venjulegan morðingja heldur sýkópatafrumu. Krabba. Eina markmið hans er að drepa, jafnvel þótt hann drepi sjálfan sig í leiðinni. Maður ætti ekki að sýna þann veikleika gagnvart slíkum viðbjóði að grenja, heldur gera eitthvað í málinu. Eða allavega syrgja með reisn. Halda áfram að lesa