Darri bróðir Hauks, Beggi móðurbróðir, mamma og Haukur
á góðri stund heima hjá Borghildi móðursystur.
Fyrir viku taldi ég nánast útilokað að sonur minn væri á lífi. Ég hélt hreinlega að talsmenn hreyfingarinnar sem hann vann með myndu ekki fullyrða það nema það væri hafið yfir vafa. En þegar nánar er að gætt þá virðast þeirra upplýsingar bara byggðar á sögusögnum og getgátum. Halda áfram að lesa
 
			


 Þessar hugleiðingar birti ég á blogginu mínu 12. september 2003
Þessar hugleiðingar birti ég á blogginu mínu 12. september 2003  Fjölskylda og vinir Hauks hafa unnið ötullega að því að afla upplýsinga um afdrif hans. Fjölmargir hafa aðstoðað við upplýsingaöflun og þýðingar og ennþá fleiri hafa boðið fram aðstoð sína. Við erum innilega þakklát.
Fjölskylda og vinir Hauks hafa unnið ötullega að því að afla upplýsinga um afdrif hans. Fjölmargir hafa aðstoðað við upplýsingaöflun og þýðingar og ennþá fleiri hafa boðið fram aðstoð sína. Við erum innilega þakklát.  Það snjóar í Glasgow. Þetta er í fyrsta sinn á þessum 6 árum sem ég hef búið hér sem snjó festir lengur en sólarhring. Í gærmorgun var logn og jafnfallinn snjór, varla meira en 5 cm. Ég fékk þessa tilkynningu í pósthólfið „Please note that due to severe weather the University is closed today“.
Það snjóar í Glasgow. Þetta er í fyrsta sinn á þessum 6 árum sem ég hef búið hér sem snjó festir lengur en sólarhring. Í gærmorgun var logn og jafnfallinn snjór, varla meira en 5 cm. Ég fékk þessa tilkynningu í pósthólfið „Please note that due to severe weather the University is closed today“.