Greinasafn eftir:
Önnur kveðja til Erdoğans
Ræðismaður Tyrklands á Íslandi svaraði beiðni minni um að koma kveðju minni til Erdoğans á miðvikudag. Hann var hinn elskulegasti og sagðist hafa framsent hana á sendiráðið í Osló, sem sér víst um samskiptin við Tyrkland. Ég hafði reyndar sent þeim póstinn líka og mun þá snúa mér þangað hér eftir. Halda áfram að lesa
Kveðja til Erdoğans
Upplýsingatregða
Ég býst við að það sé prófraun fyrir stjórnsýsluna að þurfa að leita að týndum manni, eða líki, í annarri heimsálfu, þar að auki á átakasvæði. Og ekki bætir úr að sá týndi hefur lagt sig fram um að leyna upplýsingum um ferðir sínar og athafnir. Ég hef alveg skilning á þeirri erfiðu stöðu sem hefur blasað við starfsfólki Utanríkisráðuneytisins frá 6. mars sl. Ég er viss um að þau hafa unnið heilan helling, hringt í mann og annan og kannað ýmsar leiðir til að finna þetta lík. Halda áfram að lesa
Enginn veit neitt í sinn haus
Náði tali af enn einum hálfvitanum í Sýrlandi. Hann skildi mig illa og ég er ekki viss um að hann hafi áttað sig á því hvað ég var að spyrja um. Það virðist vera vinnuregla hjá þeim að tilkynna andlát ef hefur ekki spurst til manns í 10 daga. Halda áfram að lesa
Hvar á að stoppa?
Við fengum þær fréttir í gær að utanríkisráðherra Íslands hefði rætt beint við varnamálaráðherra Tyrklands sem þá hafi verið búinn að kynna sér mál Hauks. Hann gat ekki staðfest að Tyrkir væru með Hauk í haldi. Viðstaddir munu hafa skilið það svo að hann hafi verið að staðfesta að þeir séu ekki með hann. Við hljótum að reikna með að hann sé þá í það minnsta ekki á neinni skrá hjá þeim heldur hafi hann annaðhvort bjargast á einhvern dularfullan hátt, eða það sem líklegra er, að jarðneskar leifar hans séu einhvers staðar milli þorpanna Badina og Dumilya. Halda áfram að lesa
Fáum vonandi fullvissu fljótlega
Bræður
Ég tók það skýrt fram í viðtali við 365 í dag að ég hefði trú á því að utanríkisráðuneytið væri að leggja sig fram um að hjálpa okkur þótt það hefði byrjað slælega, og mér finnst að það hefði mátt koma fram. Það hefur sýnt sig að í borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisis er „allt sem hægt er“ nokkuð teygjanlegt hugtak sem víkkar verulega þegar aðstandendur verða brjálaðir. Ég trúi því þó að ráðuneytið sé nú komið á rétta braut. Ég hélt í gær að það væru bara allir að fara í helgarfrí en hún Lára hjá Borgaraþjónustunni er búin að vera í stöðugu sambandi við mig í dag og hún er virkilega elskuleg. Ég bind vonir við að fá fullvissu fljótlega. Halda áfram að lesa