Mær um Mey

Íslendingar eru svo lánsamir að njóta leiðsagnar sér viturra fólks í flestum efnum. Þannig hefur blessað yfirvaldið t.d. á að skipa nefnd sérfróðra manna sem hefur þann starfa að hafa vit fyrir sauðmúganum þegar hann gefur börnum sínum nöfn. Það er líka eins gott því ef mannanafnanefndar nyti ekki við má ætla að fólk myndi nota tækifærið til að niðurlægja börnin sín með því að nefna stúlkur Íngismey Flatlús og drengi Jónabdullah Facebook Fiðrildareður. Halda áfram að lesa

Freudian slip

Gerði mig seka um freudian slip í dag. Ætlaði að skrifa „órökstudd fullyrðing“ en varð það á að skrifa „órökstudd fullnæging“. Ég er nefnilega þessi sem vil að hlutirnir meiki sens og hef engan áhuga á fullnæginu sem ekki á við góð rök að styðjast. Reyndar má til sanns vegar færa að rakalaus fullnæging sé ekkert sérlega góð.  Halda áfram að lesa

Andverðleikasamfélagið ári síðar

Gaur fær vinnu út á það að koma vel fyrir og standa sig vel í viðtölum. Hann er að vísu nátengdur einkavinavæðingunni en það er nú ekki mínus (líklega bara plús ef eitthvað er) og svo er hann Framsóknarmaður en það skiptir auðvitað engu máli heldur. Ekki hefur komið fram hvað hann hefur til brunns að bera sem aðrir umsækjendur hafa ekki. Halda áfram að lesa