Jón Sigurðsson hefur líklega frétt af því að til stæði að fara með særingar gegn stóriðjustefnunni, því þegar ég mætti á Austurvöll í gærkvöld, var hann búinn að ná sér í þessa líka fínu níðstöng. Ég er ekkert hissa því það ógnar auðvitað sjálfstæði þjóðarinnar ef örfá risafyrirtæki yfirtaka allt atvinnulíf. Ég ók þarna fram hjá rétt áðan og hann heldur ennþá á stönginni og beinir henni að þinghúsinu. Halda áfram að lesa
Greinasafn eftir:
Dindill
Mér finnst Hilmir Snær afskaplega kynþokkafullur karlmaður. Samt sem áður kemur þessi „frétt“ mér á óvart og það kemur mér enn meira á óvart að hún skuli koma mér á óvart. Halda áfram að lesa
Handa Kúrekanum
Útsendarar Friðriks eru byrjaðir að bora upp við Kröflu. Í leyfisleysi auðvitað, það er víst hefð fyrir því. Yfirvöld gera ekkert í málinu (það er líka hefð fyrir því) en ef ég fer á staðinn og reyni að stoppa þessa ósvinnu, verð ég dregin fyrir dómsstóla. Þannig er nú siðferðið í þessu bananalýðveldi. Ég þarf að kasta galdri. Vona að hann beri þann árangur að Friðrik fái bæði flatlús og njálg.
Fjölmiðlaumfjöllun um mál Miriam
Fyrst var fjallað um mál Miriam í Speglinum á rás 1 á þriðjudaginn 25. sept.
Sama kvöld var þessi umfjöllun í fréttum Stöðvar 2.
Atli Gíslason tjáði sig um mál Miriam á Stöð 2 þann 26.
Handa Hugz
Hugz skrifar komment sem krefst ítarlegs svars. Og hér hefurðu það gæskur.
Eins og hefur komið fram hjá mér áður þá hefur ekki verið tekin ákvörðun um brottvísun Miriam. Það er Útlendingastofnunar að taka þá ákvörðun og hún fær tækifæri til að skýra sína hlið áður. Það er hinsvegar ljóst að lögreglan hefur krafist þess að Miriam verði rekin úr landi. Verði það að veruleika má búast við að hverjum þeim útlendingi sem beitir beinum aðgerðum á Íslandi, verði gert ókleift að koma hingað a.m.k. næstu tvö árin. Með slíkri ákvörðum væri þetta fólk sett í sama flokk og Kio Briggs. Halda áfram að lesa
Ógnvaldurinn Miriam
Spegillinn fjallar um tengdadóttur mína Ógnvald samfélagsins í kvöld. Þátturinn er kl 18:25, strax að loknum kvöldfréttum, á rás 1.
Nokkrar staðreyndir í framhaldi af fyrri færslum
Fleiri en 800.000 Indverjar hafa hrakist frá heimilium sínum vegna stóriðju.
Miðað við þær stóriðjuframkvæmdir sem eru í deiglunni í Indlandi má reikna með að 1,5 milljón til viðbótar hrekist á vergang á næstu árum.