Við getum semsagt komist í gegnum kreppuna af því að Svíar gátu það en ekkert þeirra ráða sem Svíar gripu til mun samt virka fyrir Íslendinga? Nema hugsanlega það að stofna sjálfstæði okkar í voða með inngöngu í ESB?
Þetta hlýtur að hafa verið gagnlegur fyrirlestur
![]() |
Íslendingar mega ekki bíða |
—————————————————-
Er Svíþjóð ekki sjálfstætt land?
verð alltaf jafn hissa á því þegar fólk talar um að við missum sjálfstæði okkar við inngöngu í ESB.
Ég get ekki séð að við séum sjálfstæð í dag þar sem við erum gjörsamlega undir náð og miskun lánadrottna okkar komin.
Tjörvi Dýrfjörð, 10.12.2008 kl. 13:36
—————————————————-
ég er nú svoldið sammála þér Tjörvi, það er langur vegur a milli þess að ganga í ESB og að missa sjálfstæðið. En, það samt sagði enginn neitt þegar við gengum IMF á hönd. IMF er í egu evrópsku og bandarísku bankanna, sem eru stórum mun hættulegri en ESB og mun líklegri til að hrirða af okkur auðlindirnar (fiskinn sem er í eigu fárra útvalda)
Hvar voruð þið þegar þetta gerðist þið hörðustu ESB andstæðingar?
Ég held a.m.k að það séu ekki margir sem gera sér grein fyrir því hvað IMF getur gert okkur.
ESB innganga er ekki hugsanleg núna, ekkivegna þess að við missum sjálfstæði, heldur vegna þess að við færum þangað á hnjánum með allt niður um okkur og það er ekki góð samningsaðstaða.
Diesel, 10.12.2008 kl. 14:01
—————————————————-
Ég er alls ekki að gera lítið úr fullveldinu. Ég er einn af þeim sem var stoltur af því að vera íslendingur. Nú langar mann helst að flytja til Ástralíu og hætta að lesa blöðin.
Mig langar samt að spurja þig Guðrún Ásta, gerir þú þér grein fyrir því hvað IMF er?
Gerir þú þér grein fyrir því að hvar sem IMF kemur við, skilur það eftir sig sviðna jörð og gengur á auðlindir viðkomandi lands?
Ef að eitthvað ógnar sjálfstæði Íslands og fullveldi, þá er það IMF
En,
áfram Ísland ohf
Diesel, 10.12.2008 kl. 14:20
—————————————————-
Ef við, fólkið, sem fáum um stundarsakir að „njóta“ þessa lands, varðveitum ekki fullveldi þess og sérstöðu, þá munum við missa það úr höndum okkar. Ekki til allra þessara skammstafana heimsins, heldur munu Vættir landsins endurheimta landið með manni og mús.
Það er dauðadómurinn…
Ásgeir Kristinn Lárusson, 10.12.2008 kl. 15:29
—————————————————-
Guðrún Ásta ! ef einhver meinar fullveldi en skrifar sjálfstæði er það þá minn misskilningur?
og þá langar mig að umorða spurninguna: er Svíþjóð ekki fullvalda ríki?
og eins ef það er enn eitthvað sem ég er að misskilja ekki segja mér bara að kynna mér málin fræddu mig:-)
Tjörvi Dýrfjörð, 10.12.2008 kl. 16:29
—————————————————-
‘Hvar voruð þið þegar þetta gerðist þið hörðustu ESB andstæðingar?’
Ég var t.d. ásamt vösku liði að mála stóra veggmynd gegn alþjóða gjaleyrissjóðnum sem var hengd fram af svölum við Austurvöll á laugardagsfundi þann 22. nóv, og auk þess að plana gjörning sem var stefnt gegn ríkisstjórninni.
Eva Hauksdóttir, 10.12.2008 kl. 16:29
—————————————————-
Svona til að árétta, ég tel engu minni líkur á að þetta lán frá AGS stefni sjálfstæði okkar i´voða en Evrópusambandsaðild.
Eva Hauksdóttir, 10.12.2008 kl. 16:30
—————————————————-
Eva, ég er ánægður með þig. Ég og þú virðumst tilheyra hinum „upplýsta“ hópi. Fólkin sem gerir sér grein fyrir því að frjálshyggjan felldi ekki Ísland, því hún er alls ekki hætt. Hún á eftir að yfirtaka Ísland og alla þegna þess. IMF er stofnun sem þrífst á peningum. Allir peningar í heiminum um þessar mundir eru skuldir. Til að borga skuldir og fá lán þarf veð. Veð í iðnaði sem skilar alvöru arði. Veð í kvóta eða raforku.
Það vona ég að fólk fari að hugsa aðeins. IMF er komið til að vera á Íslandi, en það er ekki byrjað að gera neitt enþá. Ég legg til að við bíðum ekki til að sjá hvað þeir gera við okkur. Vitið þið hvernig þeir hafa farið með afríku ríki?
Diesel, 11.12.2008 kl. 00:16