Aktivistaflokk

Ég vildi sjá stjórnmálaflokk aktivista. Sá flokkur léti nægja að opna kosningaskrifstofu og kynna sig á fundum og með öðrum leiðum sem útheimta ekki fjárútlát en setti hinsvegar kosningasjóðinn í góð málefni. T.d. myndi slíkur flokkur ráða herskáan hóp sakamanna sem bíða efir að komast í afplánun til að grípa til róttækra aðgerða gegn stimpilgjöldum. Þá á ég ekki við að nokkrar hræður stilli sér upp fyrir framan alþingishúsið með kröfur á priki og tuldi einhver málamyndamótmæli niður í hálsmálið, heldur skýr skilaboð.

Það yrði mjög skemmtilegt að ef öll fórnarlömb stimpilgjaldaskrímslisins, eða þótt ekki væru nema lántakendur úr einu hverfi, tækju sig saman um að ráðast inn á þing, stimpla 666 á ennið á hverjum einasta alþingismanni og rukka þá fyrir. Það mun ekki gerast. Hinsvegar væri hægt að ráða til þess menn með skuggalega nútíð og það yrði betri auglýsing fyrir flokkinn en nokkurt glanstímarit. Um að gera að virkja mannauðinn í landinu og glæpamenn þurfa ekkert síður á því að halda en aðrir að finna að þeir geri gagn.

One thought on “Aktivistaflokk

  1. —————-

    brilljant hugmynd! höfðar sérstaklega til mín, enda tiltölulega nýbúin að blæða fáránlegum lántökukostnaði og borga svimandi fjárhæðir (og samt hækkar lánið)…það er ekki hægt að búa við þetta andskotans sjóræningjakerfi

    Posted by: baun | 6.04.2007 | 10:43:38

Lokað er á athugasemdir.